Yarn Along.

Góðan dag.

Núna er ég að taka þátt í Yarn Along hjá  www.prjonaperlur.midjan.is

Það er svona til að sýna hvað maður er að gera í prjónaskapnum og aðeins fyrir utan hann. 

yarnalong

 Þetta er svona það sem ég er að gera þessa dagana!!!

ÉG var að gera teppi "inn og út um gluggann" Heklað teppi sem er með í bókinni Kúr og Lúr sem Nálin gaf út. Það er tilbúið.

Þetta appelsínugula er afgangateppi eða afganga eitthvað. ÉG fór að taka til í garninu mínu fyrir svolitlu síðan og þá komst ég að því að ég á FULLT af bómullargarni. ÉG er svo búin að vera að hugsa hvað ég eigi að gera við þetta blessaða garn. Svo á föstudaginn þá ákvað ég að taka þessa liti hvítt, ljóslime, appelsínugulann og meira appelsínugulan og rauðan og gera svona ömmuferhyrning úr því. Svo getur verið að fleiri litir blandist inn í síðar.

Þetta brúna er hettuteppi sem er líka eftir mig í bókinni Kúr og Lúr. Ég er semsagt að gera það aftur. Teppið sjálft á að vera brúnt, hettan sægræn og kantur gulur. Verður voða flott þegar það er búið.

Þess á milli sem ég er ekki að vinna eða prjóna þá er ég að lesa bækurnar 3 um Berlinaraspirnar. Núna er ég á síðustu bókinni og hún heitir Á Grænum Grundum.

 

Læt þetta duga í bili.

Kv

Berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En flott ! Greinilega teppaþema í gangi.... :-) Mér finnst teppið úr ömmuferningnum ferlega hippó og skemmtilegt!

Halldora (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband