Ótrúlega sem tíminn líður.

Mikið óskapleg líður tímanum.... ég get nú ekki sagt að ég sé besti bloggari í heimi... en ætli ég nýti ekki bara tímann í prjónaskap. Ég vona að ég verði nú eitthvað duglegri að sýna ykkur hvað ég hef prjónað.

En hér koma myndir:

VOR blátt

Þetta er sjalið VOR eftir Helene Magnússon. ÉG prjóaði það úr garni sem heitir Grýla. Það er garn sem Helene lætur spinna fyrir sig. Hún velur ullina sjálf í bandið og lætur spinna og lita fyrir sig.

Garnið er tvinnað. Mjög gott að prjóna úr því.

VOR rautt.

Hér er annað VOR sjal úr Grýlu líka. Æðislegt að hafa það um hálsinn.

garn frá milano

Í mars fór ég til Milano og fann frekar skemmtilega garnverslun þar. Ég keypti mohair (svart), þykkt mohair (turkis) og 2 liti í ECO ull (ljósgrár og dökkgrár). Ég mun sýna ykkur það sem úr þessu verður.

sokkar.

Eitt sokkapar rann af prjónunum í kringum páska. Ég hef nú gert ansi marga svona sokka. Nú er svo komið að pabbi gengur bara í svona sokkum, þannig að hann er orðinn áskrifandi hjá mér. Þessir eru gerðir úr SISU garni.

Teppi1

Nokkur teppi fóru í jólapakkann (2013). Þetta er gert úr tvöföldum plötulopa.

teppi2

Þetta er gert úr einföldum plötulopa.

teppi3

Þetta er svo gert úr léttlopa. Öll eru þau eftir sömu uppskriftinni en koma mjög skemmtilega út.

Ég á alveg örugglega eftir að gera fleiri svona teppi.

sokkar

Nokkrir sokkar fóru líka í jólapakkana (2013) Ég geri alltaf sokka ef mig vantar "heilalaust" verkefni. Svona verkefni þar sem ég þarf ekkert að hugsa. Finnst alveg ótrúlega gaman og gott að hafa svona par á prjónunum. 

tinatrefill

Þennan trefil heklaði ég í afmælisgjöf. Hann er gerður úr kunstgarni. Þetta er uppskrift eftir hana Tinu hjá Prjónasmiðju Tínu.

tinusokkar

Þessa sokka prjónaði ég á milli 26.-28. desember. Vantaði nefnilega afmælisgjöf á milli jóla og nýárs. Þá skellir maður bara í eitt sokkapar. 

dúkahekl

Í janúar fórum við í sæluhús. Þar var heklaður dúkur. Ég ætlaði að hekla snjókorn í ferðinni en... úr varð 3 dúkar sem ég gerði eftir dúknum sem var í sæluhúsinu.

snjókorn

og 4 snjókorn voru gerð líka í ferðinni. Mig langar að gera fleiri snjókorn og þekja glugga í stofunni hjá mér. Vonandi næ ég því fyrir komandi jól.

ugla

2 uglur litu dagsins ljós einhverntimann í jan-feb. Þessi var handa litlu frænku minni. Þá varð nátturulega dóttirin að fá líka.

Hún er hér:

ugla2

 

 

 

 

 

 

 

 

Læt þetta duga í bili.

Er komin fram að páskum. Vonandi koma myndir bráðlega frá því eftir páska. Vonandi hafið þið gaman af.Látið mig nú endilega vita að þið hafið kíkt á síðuna. Skrifið nú smá skilaboð til mín. Það er alltaf skemmtilegt.

KV

Berglind


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Thú ert alveg ótrúleg kona! Magnað að sjá afköstin :) mér finnst uglurnar sætastar ;)

Dagný (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 00:39

2 identicon

Fallegir hlutir

Sjo (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband