Nýtt og gamalt.

 

ermar

Ég kláraði ermar í gærkvöldi. Þær eru úr lillabláum mohair, alveg geggjaður litur. Ég notaði glitþráð í allt slétta prjónið en bara mohair í stroffið.

glitþráður 

Uppskriftin af þessum ermum er að finna á Knitty.com

http://knitty.com/ISSUEfall05/PATTlacey.html

 

Svo kemur hér lopapeysan mín. Í tilefni af nýju plötulopa litunum þá verð ég að setja hana inn hérna. Ég prjónaði hana í janúar og gleymdi alltaf að setja hana hér. Þar sem ég dái allt Turkis þá langði mig í einfalda lopapeysu með turkis. Þá var hann ekki til í plötulopa, né léttlopa. Þannig að ég notaði tvöfaldan mohair. Munstrið er prjónað úr tvöföldum kitten mohair. Það er jafn þykkt og tvöfaldur plötulopi! En mikið er ég ánægð með Ístex núna að koma með marga af mínum uppáhalds litum í sumar! 

 lopapeysan mín.

Hafið það sem allra best.

Kv

Berglind 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

ég dái líka turkis, var einmitt búin að sjá turkis litinn í uppáhaldsgarninu mínu Kitten. Peysan er rosalega flott og sniðugt að nota tvöfaldan kitten með lopanum.

Sigrún Óskars, 18.5.2010 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband