7.2.2009 | 22:03
Sitt lítið af hverju.
Halló.
Ég fór á prjónakaffi í Gömlu-Borg á þriðjudaginn var. Það var mjög gaman. Held að það hafi ca 50-60 konur verið mættar og mikið prjónað. Helga Jóna úr Nálinni var með kynningu á Kauni garni og svo var hún Ragga með kynningu á Prjóni prjón. Skemmtileg bók sem gaman er að kíkja á.
ÉG er byrjuð á Prinsateppinu (Kongeriget er það kallað). Er búin með miðjuna og er að fara í innrikantinn. Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út. ÉG er að prjóna úr silkigarni sem heitir Silkbloom Fino er 45% morbærsilki og 55% super soft merinoull. Mjög gott að prjóna úr þessu garni.
Svo var ég að klára sokka sem ég gerði, 2 á einn hringprjón. Það var gaman að rifja upp aðferðina. Hér koma svo myndir af herlegheitunum.
Það var á föstudaginn sem mamma kom með poka handa mér. Í honum var bók! Frá nágrannakonu mömmu og pabba ( og mín þegar ég bjó heima). Hún veit að ég prjóna mikið og hún átti eina skemmtilega prjónabók í sinni hillu! Og ákvað að gefa mér hana!! ÉG átti nú varla til orð! Þetta var alveg ÆÐISLEGT. ÉG segi nú bara TAKK UNNUR FYRIR MIG. Hér koma nokkrar myndir úr bókinni.
Læt þetta duga í bili.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2009 | 15:51
PRJÓNAKAFFI, PRJÓNAKAFFI!
HÆ HÆ
ÉG VIL BARA MINNA Á ÞAU PRJÓNAKAFFI SEM ERU HÉR Í NÁGRENNINU!
ÞAÐ ER PRJÓNAKAFFI Í BÓKASAFNINU Í HVERAGERÐI NÚNA Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ, ÞÆR ÆTLA AÐ REYNA FYRIR SÉR Í AÐ PRJÓNA 2 HLUTI Á EINN HRINGPRJÓN.
SVO ER PRJÓNAKAFFI Í GÖMLU-BORG Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ. ÞAR ÆTLA RAGGA OG HELGA JÓNA AÐ SEGJA FRÁ BÓINNI PRJÓNI PRJÓN OG NÁMSKEIÐUM OG NÝJUNGUM HJÁ NÁLINNI.
ENDILEGA MÆTA ÞEIR SEM GETA. ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ KOMA SAMAN OG SJÁ HVAÐ AÐRIR ERU AÐ GERA!
KVEÐJA
BERGLIND
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 21:46
FLS Tilbúin.
Loksins er mitt framlag til FLS æðisins tilbúið. Það var þannig að á síðasta ári fór þessi peysa víða á netheimum. Hún heitir February Lady Sweater og er afbrygði að Elizabeth Zimmermann February baby sweater sem er MJÖG gömul uppskrift af peysu á 6-9 mán. börn. En eins og ég segi þá voru margar prjónakonur víða um heim að prjóna þessa peysu í fyrra. ÉG reyndar byrjaði á henni í sept eða okt, þá var hún aðeins leiðinleg við mig. Þannig að ég fór bara að prjóna jólagjafir. EN svo núna á milli jóla og nýárs tók ég hana aftur og var semsagt að klára hana í dag. Ég prjonaði hana úr tvöfaldri silki/ullarblöndu. Garnið er frá SKIVE Garn. Prjónuð á prjóna nr. 5. Það var mjög gaman að prjóna peysuna þegar maður var kominn af stað, en berustykkið að ofan var svolítið að stríða mér!!!!!
ÉG á reyndar eftir að setja tölur á hana en þær koma síðar.
ÉG vona að ég eigi eftir að nota hana mikið!
KV.
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2009 | 22:17
Lykkjumerki til sölu.
Fyrir nokkru föndraði ég nokkur lykkjumerki. Nú ætla ég að reyna að selja þau. Þetta eru svona merki til að sýna hvar úrtaka er, hvar hringurinn byrjar og svoleiðis. Yfirleitt notaði ég teygju, bréfaklemmu eða bandspotta til að minna mig á þessa hluti. En núna nota ég alltaf lykkjumerki. Líka gaman að vera með smá punt á prjónunum hjá manni.
Ef einhver hefur áhuga þá endilega senda mér póst á berglindhaf@yahoo.com og skrifa lykkjumerki í efnisreytinn.
Þetta er annarsvegar perlur með grænu og hinsvegar perlur með stórri turkis perlu.
Þetta eru perlu með lilla sívalning. Mismunandi 1-2 og 3
Hér koma svo rauð hjörtu.
Endilega kíkið á þetta, sendið mér mail ef þið hafið áhuga.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.1.2009 | 20:03
Núna get ég loksins sýnt.......
... það sem var í jólagjöf.
Þennan kalender halsduk 2008 gerði ég frá 1. des til 20. des. Hann var handa mömmu.
Þetta er svo það sem fór í jólapakkana í ár. 2 lopakjólar, 2 vesti/skokkar, 2 pör af sokkum, 1 trefill og 1 kragi.
Á milli jóla og nýárs er ég búin að klára 1 gamla synd og er komin áleiðis með aðra.
Þetta er nærbolur/vesti sem heitir inderst inde. Er alveg æðislegur. Prinsinn á heimilinu notar hann sem nærbol þegar mjög kalt er í veðri. ÉG var búin að gera einn og hann búinn að nota hann í viku og þá slæddist hann óvart með í þvottavélina! og það er þessi LITLI þarna. En hinn er nýr sem ég er búin að vera með á prjonunum í dágóðan tíma! En var kláraður á milli jóla og nýárs.
Svo gerði ég líka eitt par af sokkum núna yfir hátíðirnar. Maður á ALDREI of mikið af þessum sokkum í gjafaskúffunni!
Læt þetta duga í bili.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.12.2008 | 19:15
GLEÐILEG JÓL, GOD JUL, MERRY CHRISTMAS
ÉG
VIL ÓSKA
ÖLLUM LESENDUM
MÍNUM, GLEÐILEGRA JÓLA
OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI.
MEGI ÁRIÐ 2009 VERA GÆFURÍKT OG GLEÐILEGT.
MEÐ JÓLAKVEÐJU
BERGLIND HAFSTEINSD.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2008 | 18:53
Búin með allar jólagjafirnar!!!
LOKSINS! Er ég búin að gera allar jólagjafirnar.
Prjónakonu-jólalag
The 12 Days of Knitmas!
On the first day of Christmas
My true love sent to me
A Universal sweater machine.
On the second day of Christmas
My true love sent to me
Two turtle necks
And a Universal sweater machine.
On the third day of Christmas
My true love sent to me
Three French knits
Two turtle necks
And a Universal sweater machine.
On the fourth day of Christmas
My true love sent to me
Four needle sets
Three French knits
Two turtle necks
And a Universal sweater machine.
On the fifth day of Christmas
My true love sent to me
Five cashmere goats!
Four needle sets
Three French knits
Two turtle necks
And a Universal sweater machine.
(Moving right along)
On the [twelfth] day of Christmas
My true love sent to me
12 thrummers thrumming
11 purlers purling
10 llamas leaping
Nine knitters shopping
Eight bitches stitching
Seven hookers hooking
Six raglans blocking
Five cashmere goats!
Four needle sets
Three French knits
Two turtle necks
And a Universal sweater machine.
Kveðja í bili.
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 22:18
Var á fullu um helgina.....
...... að klára púðann og kragana sem ég sýndi í síðustu færslu og svo líka þetta sjal.
Þetta er svona margnota sjal sem hægt er að gera t.d. af ermum. Þetta er hönnun Helgu Jónu í Nálinni. ÉG prjónaði þetta úr mohair. Þvílikt mjúkt.
Svo á ég aðeins betri mynd af peysunni flottu.
Læt þetta duga í bili.
Kveðja
Berglind sem er að reyna að klára síðustu jólagjöfina.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2008 | 21:55
Nokkrar myndir.
Halló.
Mig langar að láta ykkur vita af einni heimasíðu. Það er hún Erna vinkona mín sem er að hanna föt. Hún blandar saman efni og prjóni. Vefsíðan er http://kurlproject.is Endilega kíkið á myndirnar og látið freystast! Þetta er alveg rosalega flott hjá henni.
Þessir fara til Danmerkur á morgun.
Svo var ég að gera þennan púða úr Lopa. Vonandi fellur hann í kramið!!!
Læt þetta duga í bili.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.12.2008 | 19:57
ENGAR myndir núna.
Það sem ég er að gera þessa dagana er því miður ekki hægt að byrta þessa dagana.
Er að gera skemmtilegt verkefni fyrir Nálina sem er svona smá þróunarvinna. Gaman að taka þátt í því.
Er búin að gera 3 kraga núna undanfarið sem ég þarf að senda til Danmerkur.
Því miður verða myndirnar að bíða aðeins....
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)