28.4.2009 | 19:34
Ný Lykkjumerki.
Ég er svo heppin að lykkjumerkin mín hafa alltaf selst upp hjá mér. Núna var ég að búa til ný. Vonandi sjáið þið einhver sem ykkur líst á!
Þessi lykkjumerki eru á 500 kr pokinn.
Þessi lykkjumerki eru á 750 kr. Perlurnar hvítu og grænu eru með fallegum blómum inní.
Vonandi finnið þið eitthvað við ykkar hæfi!
kv
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009 | 12:08
Gleðilegt sumar.
ÉG hef ekki verið nógu dugleg við prjónana núna síðustu daga, en eitt leyniverkefnið gengur þó ágætlega. Vonandi næ ég að skila því af mér í byrjun maí. Hér kemur myndin af því.
Svo hef ég gert eina stroffhúfu úr Prjóni Prjón, svona "röndótt á hinn veginn".
Ég gerði þessa aðeins álfalegri en hina sem ég gerði handa Alexander. Þessi var gefin í afmælisgjöf um síðustu helgi.
Núna er bara að klára kjólinn, klára leyniverkefnin 2 og taka svo smá pásu fram í júlí.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2009 | 15:44
Nýtt nýtt.....
Góðan dag.
ÉG ætlaði að nýta páskana í prjón... en.....þeir fóru í eitthvað allt annað. Ég er ekki með margar myndir núna, en þó eina af Kóngulóartrefli sem ég var að gera. Uppskriftin er í bók sem heitir Strik naturligvis, hér er síðan um höfundinn og bókina. http://www.annetted.dk/Naturligvis.html Þessi bók er til sölu í Nálinni. Ég notaði Isager garn í trefilinn. Alveg æðislegt að prjóna úr því garni.
Svo er ég með 3 leyniverkefni! Auðvitað fáið þið að sjá þau þegar tími er kominn og þau fá að koma fram í dagsljósið.....
Þangað til næst, Endilega kvitta!!!!
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.4.2009 | 12:58
Prjón á You Tube.
Hæ hæ
Ég ákvað að kíkja aðeins á Youtube í gær, og sá þá þetta skemmtilega myndband:0)
NJÓTIÐ
Hér er verið að prjóna með 1000 þráðum. Mjög áhugavert.
Það var viðtal við mig í Dagskránni (bæjarblaðinu okkar á Selfossi og nærsveitum!) Set inn slóð á það ef einhverjir áhugasamir vilja lesa. Viðtalið er á síðu 8
www.prentmet.is/media/files/1984.pdf
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2009 | 18:26
Ný lykkjumerki og ein húfa.
Góðan dag.
Lykkjumerkin sem ég sýndi ykkur síðast seldust upp á augabragði! Prjónafólk er núna að komast að því hvað það er gott að hafa þau og skemmtilegt, þegar maður kemur að þeim. Því þá er yfirleitt eitthvað að fara að gerast í prjóninu t.d. útaukning, ný umferð eða eitthvað slíkt. Hér er mynd af nýjustu lykkjumerkjunum mínum.
Lykkjumerki nr 1-4 kosta 500 kr pokinn, en 5 og 6 kosta 700 kr pokinn. Ef þið viljið kaupa þá endilega senda mér mail á berglindhaf@yahoo.com og skrifa lykkjumerki og númer þess sem þið viljið í efni.
LYKKJUMERKI NR 1 OG 3 ERU SELD
ÉG var líka að klára eina húfu á prinsinn minn. Ég gerði stroffhúfu úr Prjóni Prjón bókinni. Gerði hana röndótta. Það var mjög gaman að breyta aðeins til. ÉG gerði hana úr afgöngum af smart garni.
Þetta er það sem ég hef núna. En ég get sagt ykkur að ég er að taka þátt í rosalega spennandi verkefni, sem þið fáið að heyra af með sumrinu eða haustinu!
Núna er ég með Spindevævs trefil á prjónunum. Það verður mynd næst.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Breytt 26.3.2009 kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2009 | 12:02
jibbí jey, jibbí jibbí jey!!!
Prinsateppið er búið!!!!!
Þó svo að ég hafi ekki verið nema 1 1/2 mán að gera það, þá var ysti kanturinn algjört h..........!
En mikið er ég nú stolt þegar ég horfi á teppið á sófanum mínum. Mér finnst þetta alveg rosalega fallegt (þó ég segi sjálf frá).
kv
Berglind
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.3.2009 | 17:14
Baby surprice nr 2
HÆ HÆ
Ákvað á fimmtudagskvöld að skella í eina BSJ. Tók afganga sem ég átti af NOST (stjörnupeysunni sem ég prjónaði í nóvember) og gerði þessa ágætu peysu. Garnið heitir Lucca frá BC Garn. Mjög mjúkt og gott. Uppskriftin er til sölu í Nálinni á íslensku. Læt eina mynd fylgja.
Svo er ég ennþá að gera prinsateppið. Er að verða búin með 2 hliðar af 4. Mér gengur ekki alveg nógu vel (Þetta er frekar leiðigjarnt munstur). ÉG verð nú samt að spíta í lófana og halda áfram!! Hér nota ég Silkbloom fino frá BC garn. Læt mynd fylgja af því.
Einnig vil ég minna á lykkjumerkin og GESTABÓKINA!
KV.
BH
Bloggar | Breytt 15.3.2009 kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2009 | 20:13
Lykkjumerki.
Sæl öllsömul.
Það hefur verið mikil aðsókn í lykkjumerkin mín. Því hef ég gert aðeins fleiri. Set inn mynd til að sýna ykkur hvað er til, núna eins og er. Pokinn kostar 500 kr. Sendið mér endilega mail á berglindhaf@yahoo.com og skrifið Lykkjumerki í efnið:0)
Annars gengur ágætlega með prinsateppið. Er alveg að verða hálfnuð með ytri kantinn. Hlakka mikið til þegar þetta er búið, því þá get ég byrjað á öllum hinum verkefnunum!!!
Nr 1, 3, 4, 6 og 7 eru seldir.
Endilega kíkið á þetta.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Breytt 15.3.2009 kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 09:51
Prjónakaffi prjónakaffi
Það eru 2 mjög virk "prjónakaffi" hér um slóðir.
Það er prjónakaffi í Bókasafninu í Hveragerði í kvöld mánudagskvöld. Ég verð þar að sýna það sem ég hef verið að prjóna og segja frá mínum prjónaskap. Einnig mun höfundur bókarinnar Lærið að prjóna koma og kynna hana.
Svo er prjónakaffi í Gömlu Borg á morgun, þriðjudagskvöld. Þangað kemur Pálína Sigurbergsdóttir sem hefur prjónað alveg lifandi býsn og farið oft á Skaals skólann í Danmörku. Hún ætlar að sýna það sem hún hefur gert í gegnum árin. Einnig kemur höfundur bókarinnar "Lærið að prjóna" og ætlar hún að kynna hana og bjóða á góðum kjörum.
Mætum nú öll á prjónakaffi. Það er svo gaman að sjá hvað aðrir eru að gera og fá hugmyndir!
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2009 | 22:50
Baby surprice jacket er búinn.....
Góðan dag.
Ég er að verða búin með innri kantinn á prinsateppinu. EN varð að taka mér smá hlé. ÉG gat ekki hætt að hugsa um BSJ eftir Elizabeth Zimmermann. ÉG ákað á laugardagsmorgun að byrja á henni og var svo að klára á sunnudagskvöldi. Það var mjög gaman að gera hana. Þetta er svona týpísk afgangapeysa. Mjög gott að nota afgangana í hana. Læt hér 3 myndir fylgja.
Hér er hann svo! Skemmtilega surprice!
En ég er líka búin að gera aðra ungbarnapeysu á hann Jóhann Darra ( hann var skírður á laugardaginn). Hún er hér:
Læt þetta duga í bili. Kem með eitthvað meira spennó í næstu viku (vonandi)!
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)