27.11.2008 | 22:54
Peysan er tilbúin.
Peysan sem ég er búin að vera að prjóna er TILBÚIN!!! Þetta er peysan NOST úr Lopi nr 27. ÉG prjónaði hana úr 100%super soft merinoull sem heitir Lucca. Er frá BC Garn, og garnið fæst í Nálinni.
Ég mun setja aðra mynd af peysunni þegar ég er búin að "pressa" hana.
Takk fyrir öll innlitin, en endilega kvitta. það er svo gaman að sjá hverjir eru að kíkja hingað!!
Prjónakveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.11.2008 | 19:09
Myndir frá Gömlu- Borg.
Þetta eru myndirnar frá kvöldinu. Það á að reyna að hafa þetta prjónakaffi alltaf fyrsta þriðjudag í mánuði. ÉG vona að þetta er komið til að vera, hér fyrir austan fjall.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 18:39
Nýjar myndir og Gamla-Borg.
Góðan dag.
Á þriðjudagskvölið síðasta fór ég uppá Gömlu- Borg og sýndi það sem ég hef verið að gera uppá síðkastið. Einnig var ég að segja frá því þegar ég byjaði að prjóna og fram til dagsins í dag, þar sem ég prjóna og prjóna! Það var mjög gaman og mættu umþað bil 30 þetta kvöld. Gaman að svona margir mættu þrátt fyrir leiðinlegt veður! TAKK FYRIR KOMUNA ALLAR.
Annars hef ég nokkrar myndir til að sína ykkur núna. Það er annar kjóll úr lopablaðinu nr 28.
Svo eru það handstúkurnar úr Einbandsblaðinu sem kom í sumar. Þær heita UPP. ÉG prjónaði þær úr Alpaca frá Drops Garnstudio.
2 kragar sem ég gerði úr HP Iceland garni.
Svo að lokum er það RÓ úr nýjasta lopablaðinu. Gert úr 3-földum, 6- földum og 9- földum lopa!
Jæja þá er ég búin með allar myndirnar í dag. Vonandi eigið þið ánægjulega helgi framundan.
Munið að kvitta í gestabókina. Það er svo gaman að sjá hverjir það eru sem kíkja hingað inn.
kveðja
BERGLIND
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2008 | 22:01
GAMLA BORG.
Góða kvöldið.
Annað kvöld verður prjónakaffi á Gömlu Borg. Endilega kíkja við hjá henni Lísu.
Það er alltaf mjög gaman að lesa athugasemdirnar sem þið skrifið. Sérstaklega er gaman að lesa frá fólki sem ég þekki ekkert. Það er alltaf gaman að sjá það að fólk kíkir hingað.
Ef einhver er með spurnigar varðandi uppskriftir eða annað. Endilega spurjið bara, eða sendið mér mail á berglindhaf@yahoo.com
Þangað til næst.
Hafið það sem allra best.
Kveðja.
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2008 | 20:45
Kjóll-skokkur-vesti.
Var að gera eina slíka flík. Getur verið kjóll, seinna skokkur og að lokum vesti!!
Hann er gerður úr Létt-Lopa og er í nýjasta Lopablaðinu nr. 28. Mjög skemmtilegt að gera hann og hann er frekar fljótlegur. Hann verður í versluninni Nálin á Laugarvegi.
Þetta er svo Pilespids úr bókinni Kæk og klassisk bornestrik. Prjónað úr bómullargarni sem ég fékk í Skrínunni á Selfossi. Þetta er BESTA bómullargarn sem ég hef nokkrusinni prjónað úr. Það er ekki sleipt, er svona mátulega stíft að prjóna úr því, alveg rosalega fallegt og þægilegt. Garnið heitir Love Garn Bomuld 8/4. Alveg rosalega gott.
Meira er það ekki að sinni. Vonandi hafið þið það gott. Knúsum hvort annað og brosum!!!
KV. Berglind Haf.
Bloggar | Breytt 16.10.2008 kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2008 | 22:41
Pakki frá USA
Mikið var nú gaman að fá pakka frá USA! Foreldrar mínir voru að koma þaðan, og auðvitað fengu þau innkaupalista með sér. Kool AID handa mér! Svo ég gæti nú prófað að lita garn með því. En svo voru þau svo sæt að finna bók líka. Þau vissu að ég var að læra að búa til 2 hluti á einn hringprjón. Þá fundu þau nátturulega eina slíka! Myndirnar tala sínu máli.
Það eru alveg frábærar uppskriftir í bókinni.
Kveðja Berglind
p.s. Kvitta endilega!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.10.2008 | 21:30
Misheppnaða ponsjóið!
Ég kláraði ponsjoið á 2 dögum. En því miður hef ég lesið eitthvað vitlaust í uppskriftinni að það varð ekki alveg eins og það átti að vera. Það eru semsagt 2 lykkjur á milli þeirra sem "hlaupa" en á bara að vera ein. Ég er nú ekki alveg nógu ánægð með þetta hjá mér. En garnið sem ég notaði í þetta var alveg æðislegt. Það er dökkblátt Mohair frá Isaager og Lillað Mohair Glitter. Garnið er allt frá Nálinni. Hönnunin á Ponsjoinu er frá Lotte Kjær. Hún skrifaði bók sem heitir Slip maskerne los. Frábær bók, en þetta semsagt mistókst aðeins hjá mér. Er ekki bara hægt að segja að ég hafi sett minn persónulega blæ á stykkið!!!
Lotte Kjær verður í Gömlu Borg með fyrirlestur núna þriðjudaginn 7.10.08. Allir endilega að mæta og sjá hönnun hennar. Það kostar 500 kr inn.
Heimasíða Lottu er www.lottekjaerdesign.dk
En hér er þá myndin af því "tilbúnu".
Læt þetta duga í bili. Hef verið frekar löt með pinnana undanfarið.
Kveðja, Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2008 | 13:25
Hin ýmsu verkefni.
Á meðan ég var að gera kjólinn þá kláraði ég hin ýmsu verkefni! Gerð 2 kraga (með magic loop aðferð), sokka líka með magic loop aðferð og trefil sem Japönsku bylgjumunstri. Núna er ég svo að gera mjög skemmtilegt ponsjo með því að láta lykkjur falla. Svolítið skemmtilegt að sjá hvernig það verður! EN hér koma svo myndirnar.
Þetta er Trefillinn sem ég gerði úr garni sem ég fékk í afmælisgjöf frá Sonju í Garnaflækuklúbbnum. Það var mjög gaman að prjóna úr þessu garni.
Þetta eru svo kragar sem ég gerði til að prófa aftur magic loop aðferðina sem ég var að læra. En þetta garn sem ég notaði er svo allt öðruvísi en það garn sem ég er vön að nota, að þeir eru ca helmingi minni en þeir eiga að vera!! En ágætt að þetta var bara prufa!
Það verður gaman að sjá hvernig þetta mun líta út þegar það er búið.
kveðja
berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2008 | 16:48
Miðja búin.
Þá er ég búin með kjólin Miðja. Þetta er eitt af stærri verkefnum sem ég hef prjónað. Það var mjög gaman að prjóna hann. ÉG tók bara minn tíma í þetta verkefni svo ég myndi nú ekki hætta þegar ég væri hálfnuð. Þá er bara að sjá hvert næsta verkefni verður.
Nu er jeg færdig med kjolen Midja (i midten), den er lavet i uld (einband). Det er en af de storre opgaver som jeg har strikket. Det var rigtig sjovt at strikke den. Så er bare at se hvad det næste opgave bliver.
Hér er kjóllinn óþveginn. Her har jeg ikke vasket kjolen.
Hér er hann svo tilbúinn til notkunar.
Kveðja
Berglind
p.s. Endilega kvitta!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.8.2008 | 22:51
Little sister.
Það er svolítið síðan ég kláraði kjólinn Little sister. ÉG átti alltaf eftir að finna tölur á hann, en þær fann ég í Skrínunni. Mér finnst þær passa alveg rosalega vel við kjólinn.
Det er lidt tid siden jeg blev færdig med Little sister kjolen. Jeg manglede altid at kobe knapper til den. Men dem fandt jeg i den lokale håndarb. butik Skrinan. Jeg synes de passer helt fint til farven og kjolen.
Svo gerði ég djöflahúfu úr sama garni. Garnið heitir Kauni effektgarn litasamsetning EB fer úr lilla í burgundy.
Så lavede jeg en djævlehue af samme garn. Det er Kauni effektgarn EB (tror jeg), går fra lilla til burgundy.
Hér koma svo nokkrir sokkar sem ég hef verið að gera. Her er nogle stromper som jeg har lavet
Þetta er það sem ég hef núna.
Det er så det for denne gang.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)