Húfur og fleira.

Núna hef ég verið að dunda við að gera húfur úr bókinni Hönsefödder og gulerodder eftir Annette Danielsen. Ofboðslega falleg bók með uppskriftum af peysum, húfum og fleiru á börn 2-8 ára. ÉG gerði 2 húfur úr bókinni.

aspas

Þetta er húfan Aspas prjónuð úr kambgarni.

kirsuber

Þetta er svo húfan Kirsuber, hana gerði ég úr Kauni garni. Mjög gaman að gera báðar húfurnar. Á örugglega eftir að gera fleiri.

Læt þetta duga í bili. ÉG minni á Sýningu í Nálinni á Menningarnótt. Þar er sýning á teppum sem eru með í nýrri teppauppskrifta bók. Þar á ég 2 uppskriftir.

Kveðja

Berglind


Nokkrar nýjar myndir.

Ég er búin að reyna nokkru sinnum að setja inn nýjar myndir en ekkert gengur. MBL eitthvað að stríða mér. En hér koma þá nokkrar.

djöflahúfur.

Þetta eru djöflahúfurnar sem ég gerði handa nýfæddum tvíburum sem búa hér í bakgarðinum. ÉG prjónaði þær úr Drops Alpaca, ofsalega mjúkar og góðar. Stærðin er 6 mán.

lopapeysa.

Þetta er svo lopapeysa úr Lopi 29. Hún er gerð á 1 1/2 árs.

dukkukjóll

Þetta er svo dúkkukjóll sem er í sama blaði. Ofsalega sætur.

 

Þetta er það sem ég hef fyrir ykkur í dag.

Hafið það sem allra best. ÉG minni á PRJÓNAKAFFI Í GÖMLU BORG Á ÞRIÐJUDAGINN. NÚ ER KOMIÐ AÐ OKKUR SEM MÆTUM AÐ SÝNA ÞAÐ SEM VIÐ HÖFUM VERIÐ AÐ GERA. ENDILEGA FÁ SÉR BÍLTÚR OG KÍKJA Á BORGINA....

KV

BERGLIND


Góðan dag.

Góðan dag, það er nú ekki leiðinlegt að vera í sumarfríi í þessari blíðu! En þegar þessi blíða er þá nenni ég ekki að prjóna. ÉG ætla þessvegna að sýna ykkur restina af myndunum sem ég kom ekki inn síðast.

hringapúði

Hér er hringapúðinn. Hann prjónaði ég úr siklbloom fino (afgang úr prinsateppinu) og svo lillabláu merinoull (afgang af ponsjóinu sem Lotte Kjær hannaði). Uppskriftina fékk ég í bók sem mamma og pabbi gáfu mér og heitir 100 Luxury yarn One skein  wonders. Alveg yndisleg bók sem gefur manni hugmyndir ef maður á bara eina dokku og vantar eitthvað að gera við hana.

brúðarvöndurinn

Hér er svo brúðarvöndurinn sem ég bjó til. Hvítar rósir og fjólublár vír snúið um stilkana og rósirnar.

Kveðja
Berglind


Þá koma nýjar myndir úr "prjónabanninu"

Það dugði nú lítið hjá mér að vera í prjónabanni. Ég setti sjálfa mig í bann í júní því ég þurfti að vera í annarri handavinnu. ÉG var að búa til borðskraut fyrir veisluna og þá var ágætt að engin prjónaverkefni lokkuðu!

Hér eru þó nokkrar myndir úr prjónabanninu því ekki gat ég alveg látið prjónana vera!

Little sister

Little sister dress úr kauni! Maður getur ekki fengið leið á þessu verkefni.

kragi

Kragi úr 3 földum, 6 földum og 9 földum plötulopa.

frjals

Ég byrjaði á þessari (frjáls úr einbandi) í júní í "prjónabanninu" en kláraði hana á ferðalagi hringinn í júlí. Alltaf gaman að vinna með einbandið.

blaka

Þetta er Blaka úr einbandi. Hálsklútur eða skutla í hárið.

sokkar

Sokkar eru mjög góð verkefni í bílinn. Ég gerði þessa á hringveginum! Þeir eru úr Sisu.

Læt þetta duga í bili. Á fleiri myndir til að sýna.

Kveðja

Berglind


FRÚ Berglind skrifar.

Núna fer ég að geta sýnt ykkur myndir af afrakstri júní mánaðar. Ég hef nú ekki prjónað sérlega mikið í mánuðinum en.... ég gerði nú margt annað handavinnutengt.

Prjónað úti gekk vel. Við vorum 11 sem mættum í Tryggvagarð, prjónuðum úti í klukku tíma og fórum þá á Sunnlenska Bókakaffið og prjónuðum þar í 2 tíma.

En 27. júní gekk ég í heilagt hjónaband og hef verið að föndra borðskraut og hringapúða fyrir það. Ég læt nokkrar myndir fylgja næstu færslu.

Kveðja

Frú Berglind


PRJÓNAÐ ÚTI Í TRYGGVAGARÐI 21. JÚNÍ KL. 13

HÆ HÆ

VIL BARA MINNA Á

"PRJÓNAÐ ÚTI"

Í TRYGGVAGARÐI

SUNNUDAGINN 21. JÚNÍ 2009

KL. 13:00

EF RIGNING ER ÞÁ FÁUM VIÐ INNI HJÁ HONUM MUMMA Í KAFFI KRÚS.

FJÖLMENNUM OG SÝNUM PRJÓNASAMTSÖÐU Í VERKI.

MINNI Á GÓÐGERÐAPRJÓNIÐ. PRJÓNA FERNINGA, RENNINGA EÐA  BARA HVAÐ SEM ER OG KOMA ÞVÍ TIL  MÍN (hafa samband í gengum berglindhaf@yahoo.com) EÐA Í SKRÍNUNA. EINNIG VIL ÉG MINNA Á HÓLKAPRJÓNIÐ, FEGRUM UMHVERFI OKKAR MEÐ PRJÓNAHÓLKUM.

 

SJÁUMST Á SUNNUDAGINN.

KVEÐJA

BERGLIND


Nýjar myndir.

Þá hef ég loksins nokkrar myndir að sýna ykkur. ÉG get nú ekki sagt að ég hafi verið dugleg núna uppá síðkastið...... enda um annað að hugsa núna þessa dagana. En ég ætla að sýna ykkur hitt og þetta núna....

kjoll1

Teikn kjóll á 3 ára.

kjoll

Teikn kjóll á 5 ára.

lopapeysa

Svo er þetta lopapeysa sem ég gerði á mig. ÉG er alveg ROSALEGA ánægð með hana. Peysan er svona samtýningur og sitthvað. Tvöfaldur plötulopi, perluprjón að framan (listar) og á ermum og einn listi á baki, munstur er svo úr Lopablaði nr 12. Mér fannst hún heppnast bara vel!

be mine

Þetta eru svo kaðlasokkar sem ég gerði úr sisu garni. Kaðlarnir mynda hjörtu.

Núna hef ég ekki meira að sýna í bili. Vonandi koma sem flestir á PRJÓNAÐ ÚTI DAGINN, SUNNUDAGINN 21. JÚNÍ Í TRYGGVAGARÐI KL 13:00.

KVEÐJA

BERGLIND


PRJÓNAÐ ÚTI DAGURINN 21. JÚNÍ 2009.

Langar að vekja athygli á PRJÓNAÐ ÚTI DEGINUM. Hann er 21. júní á íslandi. Læt hér fylgja brot úr maili sem ég fékk.

Var aðeins að bæta við færsluna::::::::

Kæru máttarstólpar íslenskrar prjónamenningar!



Nú fer senn að líða að helstu fagnaðarhátíð prjónara um heim allan, nefnilega Prjónum úti deginum. Dagurinn í fyrra var mjög eftirminnilegur og vakti verðskuldaða athygli fjölmiðla. Í ár erum við reynslunni ríkari og stefnt er að því að haldið verði upp á daginn um land allt.

Til stendur að halda upp á hinn alþjóðlega “prjónum úti” daginn þann 21.júní n.k. í Norræna húsinu. Norræna húsið hefur haft það að leiðarljósi að miðla norrænni menningu og prjónið er að sönnu stór hluti af okkar sameiginlega menningararfi.

Hægt verður að dreifa sér í kringum húsið, í brekkunum, með prjóna,  nesti og tilheyrandi og ef veður verður okkur í mót má alltaf hverfa inn í hús.

Í ár langar okkur til að setja á koppinn einn allsherjar prjónamarkað þar sem prjónabúðum og framleiðendum býðst að bjóða garn til sölu á góðu verði. Einnig verða prjónarar með skiptimarkað á einstökum hnyklum eða prjónabúnaði á teppum sínum. Aðrar prjónatengdar uppákomur verða á staðnum en þær verða kynntar nánar þegar nær dregur.  

Við treystum á að þið, máttarstólpar prjónaheimsins styðjið við daginn með bæði þáttöku sem og upplýsingamiðlun á póstlistum. Einnig væri gaman að þið væruð með tilboð í búðum ykkar vikuna fram að Prjónum úti deginum.

Þó hátíðarhöldin séu að þessu sinni í Norræna húsinu þá byrjar dagurinn með táknrænni prjónaskrúðgöngu frá laugavegi að Norræna húsinu og verður leiðin vörðuð með prjónahólkum sem prjónarar eru hvattir til að prjóna og skreyta bæði leiðina og sitt nánasta umhverfi.

Kæru Prjónarar,

Stillum saman strengi okkar og prjónum til góðs fyrir líknafélög í landinu. Leitað er til allra prjónara nær og fjær eftir aðstoð.

Á prjónum úti deginum verður hleypt af stokkunum prjónað til góðs söfnun. Hún snýst um að safna saman prjónuðum og hekluðum bútum sem seinna verða saumaðir saman í teppi. Teppin verða svo boðin upp og ágóðinn rennur til góðgerðafélaga. Til þess að sem flestir geti tekið þátt langar okkur að fá kaffihúsin með okkur í lið og koma þar upp prjónakörfum og prjónum ásamt grunnleiðbeiningum í prjóni. Þá geta kaffihúsagestir tekið í prjónana og prjónað nokkrar umferðir eða jafnvel heilan bút. 

Þetta þýðir mikið af garni, körfum og prjónum og gaman væri ef allir prjónarar gætu séð af s.s. einni dokku úr binginum og kannski prjónum. Enn er verið að leita að styrktaraðilum til samstarfs en þetta er upphafið. 

Á prjónum úti deginum munum við formlega hefja Prjónum til góðs verkefnið og þá væri gaman að geta safnað saman garni í bing. 

Þið sem viljið hefjast handa nú þegar við góðverkin getið sent mér garn, bút eða prjóna upp í Norræna hús. Einnig væri gaman ef þið getið komið upp prjónakörfu sjálf á kaffihúsum í nágreni við ykkur-tekið mynd af körfunni og sent mér. 

Ég hef fulla trú á að prjónarar taki þátt í þessu verkefni og gaman verður að fylgjast með þessu í vetur en uppskeran verður um jólin þegar einmitt er svo gott að gefa að sér.

Með von um góð viðbrögð, Ilmur. 

Ilmur er á prjona.net, hægt er að senda henni mail á ilmur@prjona.net

  Ég og aðrir sunnlendingar erum að hugsa um að gera þetta í okkar bæjarfélögum líka. Á Selfossi í Tryggvagarði (ef það rignir þá þurfum við að komast einhversstaðar inn) í Hveragerði ætla þau að vera í Lystigarðinum einnig verður prjónað úti í Vík. Gaman væri að vita ef einhverjir fleiri staðir hafa hug á að prjóna úti.

Endilega skrifa athugasemdir ef þið hafið einhverja skoðun á þessu.

kveðja

Berglind


 


Sól sól skýn á mig!

Nú er það góða veðrið sem tekur allan minn tíma! Ég er með nokkur verkefni í höndunum. En hef ekki klárað nóg til að sýna myndir! Það verður stór myndasýning þegar það fer að rigna. Lofa því.....

Hafið það gott í sólinni

kveðja

Berglind


Miðja tilbúin og afhent!

Þá er ég búin að láta Miðju kjólinn frá mér. Hann passaði alveg perfekt á viðkomandi. ÉG lengdi ermar, síkkaði kjólinn sjálfan og færði mittið aðeins neðar en það er í uppskriftinni.

kjollmidja

ÉG er alveg ROSALEGA ángæð með þennan kjól. Núna er ég svo búin með 2 Teikn kjóla. Myndirnar koma síðar.

Kveðja

Berglind


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband