5.11.2009 | 23:04
ALLT FULLT!
Nú er allt orðið fullt á markaðina sem ég er að standa fyrir í Tryggvaskála. Ég kvet alla til að mæta. Það verður mjög fjölbreytt vöruúrval.
FÖSTUDAGINN 13. OG LAUGARDAGINN 14. NÓVEMBER
VERÐUR MARKAÐUR Í TRYGGVASKÁLA
FRÁ KL: 13-18
ÞAR MUN VERA MJÖG FJÖLBREYTT SÖLUVARA.
HLAKKA TIL AÐ SJÁ YKKUR ÖLL.
LÁTIÐ SEM FLESTA VITA AF ÞESSU.
KAFFI VERÐUR TIL SÖLU ÁSAMT VÖFFLUM MEÐ RJÓMA OG NÝBÖKUÐUM SKÁLAKLEINUM.
VIÐ SPÁUM MJÖG GÓÐU VEÐRI, ÞANNIG AÐ ÞAÐ VERÐUR EKKERT MÁL AÐ FÁ SÉR BÍLTÚR OG KÍKJA AUSTUR FYRIR FJALL.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2009 | 10:27
Meira af Markaði í Tryggvaskála Selfossi.
Markaður í Tryggvaskála Selfossi
föstudaginn 13. og laugardaginn 14. nóvember frá 13-18 báða dagana. Þar verður margt skemmtilegt á boðstólnum. Tréútskurður, málverk, glerlist, prjón, sörur, Avon snyrtivörur og margt annað skemmtilegt!
Föstudaginn 4. og laugardaginn 5. des verður líka markaður frá 13-18 báða dagana. Þar verður líka margt skemmtilegt á boðstólnum. Sjón er sögu ríkari.
Látið þetta endilega berast.
Kaffi verður á til sölu á staðunum, vöfflur með rjóma og skálakleinur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2009 | 21:29
Góðgerðaprjón októbermánaðar.
Góðan dag.
Við sem mætum alltaf á prjónakaffið í Gömlu-Borg vorum að prjóna til góðs í septembermánuði. Það safnaðist 17 húfur, 2 ennisbönd, 4 vettlingar og 1 trefill. Ég vona að það verði líka eitthvað sem safnast saman á nóvember kaffinu okkar. Hér koma myndir af öllu þessu fallega prjónadóti.
Þetta mun ég fara með í Selfosskirkju og sunnlensk skólabörn fá að njóta.
Ef þú lesandi góður vilt taka þátt í Góðgerðarprjóninu þá endilega sendu mér línu og ég mun koma öllum prjónuðum flíkum til kirkjunnar.
Ég minni líka á markaðinn í Tryggvaskála. Hann verður föstudaginn 13. og laugardaginn 14. nóvember. Mjög fjölbreytt úrval verður á básunum. Endilega láta sjá sig. Það eru ennþá nokkur sölupláss laus.
Kveðja
Berglind.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2009 | 18:30
MARKAÐUR Í TRYGGVASKÁLA SELFOSSI
FYRIRHUGAÐ ER AÐ HALDA MARKAÐ Í TRYGGVASKÁLA Á SELFOSSI
FÖSTUDAGINN 13. OG LAUGARDAGINN 14. NÓVEMBER
EINNIG
FÖSTUDAGINN 4. OG LAUGARDAGINN 5. DESEMBER.
ÞEIR SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ SELJA VÖRU SÍNA ÞAR,
VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND VIÐ BERGLINDI Í SÍMA 822-5846 EÐA E-MAIL berglindhaf@hotmail.com
VINSAMLEGAST LÁTIÐ ÞETTA BERAST TIL ÞEIRRA SEM GÆTU HAFT ÁHUGA Á ÞESSU.
ENDILEGA MÆTA ÞESSA DAGA OG KÍKJA Á MARKAÐINN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 09:59
GAMLA BORG Í KVÖLD
Ég minni á prjónakaffi í Gömlu-Borg í kvöld kl 20. Það koma 3 systur úr Þorlákshöfn og sýna okkur hvað þær hafa verið að gera í prjóninu! Það verður forvitnilegt að sjá.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009 | 18:14
Lopi, Lopi, Lopi
Hér koma nokkrar lopapeysur og skokkur sem ég hef verið að prjóna núna síðustu daga.
Gerð úr 2 földum plötulopa.
Skokkur á 4 ára. Rauður með bleiku mynstri.
Lopapeysa á 3 ára.
Svo koma hér 2 aspas húfur úr Kambgarni.
Læt þetta duga í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.9.2009 | 15:44
GÓÐGERÐAPRJÓN.
ÉG OG AUÐBJÖRG Í SKRÍNUNNI HÖFUM ÁKVEÐIÐ AÐ HAFA GÓÐGERÐAPRJÓN.
ALLIR ÁHUGASAMIR ERU VELKOMNIR AÐ TAKA ÞÁTT.
HÉR ER AUGLÝSINGIN SEM VIÐ SETTUM UPP.
GÓÐGERÐAPRJÓN
KÆRA PRJÓNAFÓLK.
VIÐ ÆTLUM AÐ STANDA FYRIR GÓÐGERÐAPRJÓNI HÉR Á SUÐURLANDI. VIÐ BIÐJUM YKKUR KÆRA PRJÓNAFÓLK AÐ LEGGJA OKKUR LIÐ. HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR HEFUR VERIÐ AÐ AUGLÝSA EFTIR FATNAÐI Á SKÓLABÖRN OG ÞÁ AÐALEGA HLÝFÐARFATNAÐI.
HÖFUM VIÐ HUG Á AÐ SAFNA SAMAN VETTLINGUM, SOKKUM, HÚFUM OG ÖÐRUM PRJÓNUÐUM HLÝFÐARFATNAÐI.
OFT ER ÞÖRF EN NÚ ER NAUÐSYN.
TEKIÐ ER Á MÓTI FATNAÐNUM Í SKRÍNUNNI.
KVEÐJA AUÐBJÖRG OG BERGLIND
ÉG SKORA Á PRJÓNARA Í FLEIRI BÆJARFÉLÖGUM AÐ GERA SLÍKT HIÐ SAMA!
ÞIÐ SEM MÆTIÐ REGLULEGA Á PRJÓNAKAFFI, ÉG SKORA Á YKKUR AÐ FÁ PRJÓNARANA ÞAR MEÐ YKKUR Í LIÐ. ÞVÍ MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT!
TAKK FYRIR MIG Í DAG.
BERGLIND
P.S. PRJÓNARAR SEM KOMU Á GÖMLU-BORG, ÞETTA ER FYRIR UTAN ÞAÐ SEM ÉG TALAÐI UM ÞAR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2009 | 21:01
Febrúarpeysa og fleira.
Góðan dag.
Núna er ég loksins búin að finna mér tölur á Febrúarpeysuna mína. ÉG heklaði utanum aðrar tölur sem ég keypti. Febrúarpeysan er gerð úr 2 földu einbandi. 2 bláir litir (nr 1761 og 1762) Mér finnst þeir koma mjög vel út. Núna fer þessi peysa í Nálina og verður þar í svolítinn tíma.
Svo hér ein af tölunum.
Svo hef ég verið að leika mér að lita garn. Aðeins að prófa mig áfram. Hér er svo afraksturinn af fyrstu tilraun.
Þetta eru svo húfurnar sem ég gerði úr garninu, nema aftasta húfan úr Kauni garninu.
Læt þetta duga í bili en minni á GÓÐGERÐAPRJÓNIÐ FYRIR HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR!!
KV
BERGLIND
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.8.2009 | 15:29
Hjálparstarf kirkjunnar.
Ég var að lesa frétt á MBL.IS, þar sem
Hjálparstarf kirkjunnar óskar eftir fatnaði á skólabörn.
Mig langar að verða að liði og ætla að prjóna nokkra vettlinga, húfur og sokka. Ég skora á aðra prjónara að gera slíkt hið sama.
Hjálparstarf kirkjunnar óskar eftir vel meðförnum úlpum, kuldagöllum og öðrum vetrarfatnaði á börn s.s. góðum skóm og stígvélum, húfum og vettlingum. Einnig eru lítið notaðar skólatöskur vel þegnar.
Á hverjum degi leitar fjöldi foreldra til Hjálparstarfs kirkjunnar um aðstoð vegna skólabyrjunar barna sinna. Þeir eiga ekki fyrir ritföngum og bókum og föt og skólatöskur eru dýrar. Hjálparstarfið hefur í nokkur ár veitt styrki vegna þessa og styrkir einnig unglinga sem þurfa aðstoð til að ljúka framhaldsskóla. Hjálparstarfið hefur ákveðið að aðstoða fólk með fatnað og biður sem á vel meðfarnar barna- og unglingaföt, einkum úlpur og vetrarfatnað, að koma þeim til Hjálparstarfsins.
"Í vetur reynir enn meira á allan skólastuðning og hefur Hjálparstarfið varið meiri fjármunum til þessa þáttar. Velferðarsjóður íslenskra barna hefur stutt verkefnið í áraraðir og enn betur nú. Framtíðarsjóður Hjálparstarfsins veitir unglingum styrki til að ljúka námi til starfsréttinda eða til þess áfanga sem veitir rétt til námslána. Þannig er reynt að rjúfa vítahring foreldra með litla menntun í láglaunastörfum og barna sem ekki ná að ljúka námi og lenda í sömu sporum. Vegna þess að hjá Hjálparstarfinu fá allir viðtal og ráðgjöf í hvert sinn sem þeir sækja aðstoð, kom þessi þörf í ljós og var henni mætt með stofnun Framtíðarsjóðsins," segir í frétt á vef kirkjunnar.
Tekið er á móti fatnaði alla daga milli kl. 9 og 16. Hjálparstarfið er til húsa í Grensáskirkju við Háaleitisbraut.
Tekið af vef mbl.is
Kveðja
Berglind Haf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2009 | 12:57
GAMLA BORG.
ÉG MINNI Á PRJÓNAKAFFI Í GÖMLU BORG Á ÞRIÐJUDAGINN 1. SEPT. KL. 20.
ANNARS HEF ÉG ENGAR MYNDIR AÐ SÝNA NÚNA. HEF EKKI VERIÐ NÓGU DUGLEG Í PRJÓNASKAPNUM. ER ENN AÐ KOMA MÉR Í GANG EFTIR SUMARFRÍ.
KVEÐJA
BERGLIND
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)