20.1.2010 | 19:38
Lykkjumerki.
Þessi lykkjumerki eru til sölu hjá mér. Ef þig langar í einhvern poka hjá mér sendu mér þá póst á berglindhaf@yahoo.com og skrifaðu "lykkjumerki" í efni:o)
Poki nr 1 bláar perlur, nr 2 fjólubláar perlur og bleikar litlar, nr 3 fjólubláar perlur og hvítar litar, nr 4 grænir steinar, nr 5 glærar stórar perlur og rauðar litar.
Hér koma svo BAMBUSKÚLUR/PERLUR, mjög létt lykkjumerki.
Mynd nr 1 SELDAR
Mynd nr 2 SELDAR
Mynd nr 3 SELDAR
Mynd nr 4
Mynd nr 5
Mynd nr 6.
Nú vona ég að einhver lykkjumerki freisti þín!!
Kveðja
Berglind
Bloggar | Breytt 22.1.2010 kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2010 | 19:06
Húfur.
Núna er vetur og ég áttaði mig á því í síðasta kuldakasti að ég ætti ekki neina húfu. Þannig að ég ákvað að skella í 1...... eða 4 húfur. Fann mjög skemmtilega uppskrift á netinu og byrjaði á einni úr Sandnes Alpaca.
Hún fer í pakkaskúffuna, einhver fær hana í afmælis eða jólagjöf.
Svo gerði ég 2 minni úr einlitu Kauni garni.
Svo gerði ég eina þegar ég var lögst inn á sjúkrahúsið í hálskirtlatöku. Ég prjónaði ca helminginn fyrir svæfingu og seinni helminginn þegar ég var komin heim.
Þessi er svo úr marglitu kaunigarni sem ég ætla að eiga sjálf. Þetta er úr sama garni og ég gerði trefilinn (gatatrefill sem heitir Calapotis) sem ég nota ALLTAF.
Læt þetta duga í bili.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2010 | 20:08
Gleymdi einni peysu.
Gerði þessa handa systur minni í afmælisgjöf. Notaði 2faldan plötulopa í búkinn en í munstur notaði ég léttlopa og 1 þráð af mohair! Kom skemmtilega út.
Bara nokkuð sátt við þessa.
KV
Berglind
p.s. var að klára eina sem mun verða á nýja íslenska prjónavefnum www.knittingiceland.com
Þið sjáið mynd af henni þar þegar hún verður birt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2010 | 15:32
Síðasta prjónið á árinu 2009
Gleðilegt nýtt ár. Vonandi á árið 2010 eftir að vera okkur öllum gott.
Hér koma myndir af því sem ég var að klára í desember. Ég gerði aðventutrefil og gaf systur minni. Hann er hér:
Hann er gerður úr einbandi.
Síðan kláraði ég Lóu peysuna á gamlársdag.
Lóan er gerð úr einbandi, búkurinn er heimalitaður en rendur eru úr lilla og svörtu. Hlakka til að sjá þessa mátaða.
Svo á gamlársdag gerði ég veski handa mér. Það var komið gat aftaná þæfða veskið mitt, sem ég fékk mér í fyrra þannig að ég varð að gera nýtt. Hér er svo útkoman.
Þessi er gerð úr álafoss lopa, 1 1/2 dokka. Þetta veski gerði ég uppúr sjálfri mér. Það er perluprjón í botni og hliðum svo slétt í miðjunni. Blómið heklaði ég. ÉG fékk bók í jólagjöf sem er með hekluðum og prjónuðum blómum. Þetta er í þeirri bók. Ég er bara mjög ánægð með þessa tösku.
ÉG er komin með nokkur ný verkefni, hausinn er fullur af hugmyndum og nú skal unnið úr öllum hugmyndunum á árinu 2010. Hlakka til að takast á við það prjónaár!
Nýárskveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.12.2009 | 15:27
GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR.
KÆRU VINIR
ÉG VIL ÓSKA YKKUR GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI.
TAKK FYRIR AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ SEM ÉG ER AÐ GERA. ÞAÐ ER ALLTAF GAMAN AÐ SJÁ HEIMSÓKNARFJÖLDANN OG ÞEGAR ATHUGASEMDIR ERU SKRÁÐAR.
ÉG ER KOMIN Í PRJÓNAFRÍ FRAM YFIR ÁRAMÓT. SJÁUMST HRESS Á NÝJU ÁRI OG VONANDI Á ÞAÐ EFTIR AÐ VEITA MÉR OG ÖÐRUM INNBLÁSTUR Í PRJÓNASKAPNUM.
JÓLA OG NÝÁRSKVEÐJA
BERGLIND
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.12.2009 | 16:30
Loksins myndir.
Þá er þetta markaðs stúss búið og þeir gengu nú bara vel. Það er ekki hefð fyrir mörkuðum hér á Selfossi, þannig að ég held að ég megi bara vera ánægð með þá traffík sem þó var.
En núna koma myndir af því sem ég hef verið að gera og ekki náð að sýna.
Þessi er úr Létt lopa, hvítum, svörtum og gráum. Kom mjög vel út.
Þetta er svo Baktus. Prjónað garðaprjón fram og tilbaka. ÉG átti 2 dokkur af merino ull og það passaði bara vel fyrir þennan trefil.
Hér kemur svo kjóll sem Helga Isager hannaði og er í nýjustu bókinni hennar Strikketoj. Bókin er með uppskriftir sem höfða til áratuganna frá 1900-1990 Þetta er 1920. Gerður úr alpaca og ull. Mjög gaman var að gera hann.
Læt þetta duga í bili.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2009 | 10:10
MARKAÐUR Í TRYGGVASKÁLA.
Nú fer að líða að næsta markaði í Tryggvaskála.
Hann verður
föstudaginn 4. og laugardaginn 5. desember frá 13-18
báða dagana.
Margt verður á boðstólnum að þessu sinni. Svolítið um prjón, glerlist, leirlist, barnafatnaður og Ragga verður með nýútkominn DVD prjónadisk sem heitir Prjónum Saman einnig verður hún með Nammi garnið sitt.
Þetta verða spennandi dagar.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2009 | 17:38
Hitt og þetta, aðalega þetta.
Núna er fyrsti markaðurinn búinn. Hann gekk bara vel. Það var ágæt traffík á föstudeginum en mjög góð á laugardeginum. Held að allir hafi bara verið sáttir!
En ég var að gera kjól eftir Helgu Isager í 1920 stíl. Hann er rosa flottur.
Svo gerði ég eina lopapeysu handa einni 3 ára. Þá peysu sendi ég frá mér. Það mun koma myndir af þessu öllu í næstu færslu.
Kv
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2009 | 19:02
Markaður í Tryggvaskála Selfossi.
Núna er þetta allt að skella á.
Markaðurinn í Tryggvaskála verður á morgun föstudag (13.) og laugardag (14.) frá 13-18 báða dagana.
Um 20 sölubásar eru báða dagana og koma 10 nýjir söluaðilar inn á laugardag. Þannig að það er ekki sama úrvalið báða dagana.
Ég hvet alla til að koma og kíkja á herlegheitin! Taka rúnt á Selfoss úr Reykjavíkinni (ekki nema 45 mín) Þetta verður mjög skemmtilegt! Kaffi verður á könnunni og vöfflur.
Læt hér fylgja myndir af því sem ég hef verið að gera núna upp á síðkastið.
Rauð handklæði (til að hengja á ofninn) með grænni jólatréstölu.
Kragar sem ég hef verið að gera.
Kiwi peysa sem ég gerði handa Alexander. Hún er núna til sýnis í Nálinni. Peysan er gerð úr garni frá Isager og er í bókinni Hönsefödder og gulerodder. Æðisleg bók!
Læt þetta duga í bili.
kveðja
Markaðsgellan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2009 | 12:47
Snilldar prjóna-jóla-lag.
Hún Ragga ætlar að gefa út prjóna dvd disk, vonandi núna fyrir jólin.
Á disknum verða kennd hin ýmsu prjónatrikk, nokkrar uppskriftir og prjóna jóla lag.
Set link á færsluna hennar hér:
http://blog.eyjan.is/ragnheidur/2009/11/06/dvd-a-leidinni/
Njótið og hlustið.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)