13.12.2007 | 21:28
Langt síðan síðast!!!!!
Maður er bara eitthvað svo busy!!!
EN ég er að verða búin að kaupa allar jólagjafir, og það fer að líða að því að ég pakki þeim inn. Nenni því ekki alveg strax en fer að koma að því. Þessa dagana er það vinna og aftur vinna. Er reyndar að prjóna einn kraga handa sjálfri mér, en við sjáum hvenær hann verður búinn. Þetta er svona það sem ég hef verið að gera núna síðustu daga.
Sokkar sem ég prjónaði úr garni frá Hjertegarn. Mjög þægilegt. Munstrið kemur af sjálfu sér.
Þetta er húfa sem kallast Djevlehue (Djöflahúfa). Mjög gaman að gera þær. Þær sitja líka alveg rosalega vel á höfði. Þessi húfa er nú aðeins of lítil á einkasoninn en nágranni okkar fékk þess.
Hún er gerð úr þýsku sokkagarni sem ég fékk sent frá Danmörku. Heitir Schoeller stahl (420m á dokkunni)
Læt þetta duga í bili.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2007 | 16:21
Hér koma nokkrar myndir af því sem ég hef verið að gera undanfarið......
Þetta er svona það sem ég hef verið að gera. Svo koma fleiri myndir seinna, þegar ég verð búin með meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2007 | 21:12
Loksins loksins.
Núna er ég alltaf prjónandi. Ég er að klára allar jólagjafirnar. Það verða engar myndir í þessari færslu, en ég á nokkrar sem ég þarf að sýna ykkur.
Annars er allt við það sama. Er stundum að skoða bloggsíður hjá konum sem eru að halda úti svona prjónabloggi. Mikið rosalega eru margar konur duglegar að prjóna, og mikið eru margar konur "bara heima" að prjóna. Ég er bæði að skoða innlendar og erlendar bloggsíður. Þessa dagana gæti ég alveg verið heima og prjona allan daginn!! Er með svo mikið af hugmyndum sem ég þarf að framkvæma.
Þangað til næst.
KV
BH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 22:05
Í fréttum er þetta helst.....
ÉG er búin með kjólinn. Búin að setja tölurnar á og falda hann.
Núna á fimmtudagskvöldið 8.11. mun vera Prjónakaffi á Gömlu Borg, endilega að koma þangað. Ég ætla allavegana ekki að láta mig vanta.
Hér koma svo 2 myndir af því sem ég er búin að vera að gera og það sem ég er að gera núna.
Kveðja
BH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 13:46
Nóg að gera.
Jæja þá er ég búin að vera í París. Var að kaupa inn fyrir búðina. Bara gaman en mjög stressandi, maður vissi aldrei hvort maður kæmist á leiðarenda. Því lestarnar voru í verkfalli og leigubílar líka.
En síðan ég kom heim er ég búin að vera þokkalega dugleg í prjónahorninu mínu. Hér er svo afraksturinn:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 11:57
Engin prjónaleti hér.
Núna er ég búin með báðar ermarnar á kjólin. Ætla að setja hann saman í kvöld. Það vantaði aðeins garn í hann, þannig að á meðan ég var að bíða eftir að komast og kaupa það, þá prjónaði ég einn sokk. Svo er ég að byrja á hinum sokknum núna í morgun. Allt hefst þetta. Ég ætla að setja inn myndir af þessu öllu saman í næstu viku.
Annars gengur lífið bara sinn vana gang. Vakna, borða, vinna og sofa. Er byrjuð á EXCEL námskeiði og fer á það einu sinni í viku. Mjög gaman. ÉG lærði nú á Excel hérna einu sinni (þegar ég var ung) en er búin að gleyma því öllu saman. Þetta er alveg kærkomin upprifjun.
Þangað til næst.
Hafið það gott og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Kveðja
BH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2007 | 22:29
Já sæll, já fínt, já sæll, já fínt.
Þá er ég búin að vera í rúmar 2 vikur með verkefnið, það er nú komið það langt að hægt er að sjá hvað þetta er. Myndirnar tala sínu máli.
Þetta er þegar tæpar 2 vikur voru liðnar.
Svona lítur kjóllinn svo út í kvöld.
Á bara eftir ermarnar og svo sauma saman. Hann verður áræðanlega tilbúinn fyrir 8.11. Er allavegana búin að ákveða næstu 3 prjónaverkefni.
Nóg í bili.
KV. BH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 21:09
Prjónakaffi í Gömlu Borg.
ÉG fór í gærkvöldi í Gömlu Borg. Þar var haldið svokallað Prjónakaffi. Þar sem konur geta komið saman og prjónað og spjallað. Þegar ég koma þangað rúmlega 20. þá var allt fullt útúr dyrum. Mjög gaman að sjá hvað vel tókst til. ÉG veit einmitt að sú sem hélt þetta, hún Lísa í Búrfelli, hefði verið ánægð þó það hefði aðeins komið 20 konur. En þetta fór sannarlega fram úr væntingum. Þarna voru konur komnar víðs vegar að. Allaleið frá Eyjafjöllunum, Heilsuhælinu í Hveragerði og svo frá Selfossi. ÉG vona svo sannarlega að þetta verði haldið aftur.
EN þá er komið af update frá verkefninu mínu. ÉG er núna búin að vera í viku með þetta verkefni og það lítur svona út núna:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 22:39
Prjónablogg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2007 | 21:23
Selfoss 60 ára.
Þá er búið að halda uppá 60 ára afmæli Selfossbæjar. Þetta var mikil hátíð!!! Afmælisnefndin vann sitt verk alveg stórkostlega.
Alveg er ótrúlegt að bæjastjórnin hafi ekki séð sóma sinn í því að gera einhverja svona hátíð sínum vegum, eða á vegum bæjarins. Heldur var afmælisnefndin skipuð einstaklingum hér í bæ sem fannst ekki hægt að láta þessi tímamót líða án þess að eitthvað myndi vera haldið uppá það.
ÉG held að flestir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi á þessari miklu dagskrá sem var.
Ég lét mig allavegana ekki vanta. Þó hefði veðrið mátt vera betra.
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja
BH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)