Myndir Verkefni númer 7 búið.

Teppi með blómum

Þetta er blómateppið sem ég var að klára. Ég hef gert mörg svona teppi um ævina. ÉG lærði þetta munstur í gagnfræðaskóla og finnst það alltaf jafn fínt. Þetta er reyndar fysta skipti sem ég set blóm á það.

DSC01562

Hér er svo ein mynd af smáfuglunum!

Fuglar.

Njótið helgarinnar.

Kveðja

BH


Allt of mikið að gera!!!!

ÉG hef ekki gert neitt meira í vestinu síðan mydirnar voru teknar. ÉG er reyndar búin að klára heilt barnateppi og svo eitt par af sokkum handa mér. ÉG ætla að bíða aðeins með þetta vesti. Finn ekki alveg löngunina til að gera það ákkurat núna. En nóg bíður mín. ÉG þarf að gera eftirfarandi:

1) Lopa-vesti fyrir Áslaugu.

2) Vettlinga og sokka fyrir Krister Frank

3) Tösku(UR) handa mér. Langar að þæfa þær.

4) Sængurgjöf. Húfu og vettlinga

5) Vesti á soninn.

Þetta er svona það sem kom fyrst upp í hugann. Ég er held ég að gleyma einhverju. Þannig að ég hef nóg að gera. Þyrfti hér um bil að taka mér frí í vinnunni til að klára þetta.

Hafið það sem allra best.

Kveðja

Berglind


Það sem ég er að gera núna.

Langar að sýna ykkur.

Ég er núna að prófa að prjóna úr 100% Alpaca. Hef aldrei gert það áður og þetta er sko ekki í síðasta sinn. Keypti æðislega bók úti í DK um daginn. Á eftir að prjóna margt uppúr henni. En þar er uppskrift af "nærbol/ vesti" það er ég semsagt að gera núna. Loksins þegar andinn kom yfir mig.

bókin og garnið.Þetta er bókin Sætt og mjúkt, og alpaca garnið.

VestiSvo er ég að gera þetta vesti.

Kveðja

Berglind


Sælt veri fólkið!!!

Það er nú einhver prjónaleti hér á heimilinu!

ÉG er ekki með neitt á prjónunum en er að reyna að klára eitt heklað ungbarnateppi sem ég ætla að gefa og svo er ég nátturulega með gardínurnar á heklunálinni. Ég er með fullt af hugmyndum af verkefnum sem ég þarf að gera, en kem mér bara ekki í það!

Vonandi kemst andinn yfir mig í næstu viku.

KV.

BH


KALT úti.

Já það er mjög kalt úti. Hef varla upplifað annan eins kulda. Litli púkinn minn hélt uppá afmælið sitt í dag. Bara gaman. Honum fannst nátturulega skemmtilegast að fá pakkana, en hann tók sér góðan tíma í að taka á móti gestunum og svona.

Mig langar að sýna ykkur mynd af UFO verkefninu mínu. Þetta eru jólagardínur sem ég byrjaði á ca 2005 held ég. Allavegana eftir að við fluttum inn í húsið okkar. Þetta er svona eilífðar verkefni. En nú er ég búin að taka þær fram og ætla að hekla á hverjum fimmtudegi í þessu, allavegana eitthvað.

Jólagardínur

ÉG ætla að leyfa ykkur að fylgjast með framgangi mála. Vonandi klárast þessar gardínur EINHVERNTÍMANN!!!

Kveðja

BH


MYNDIR.

FyrirburahúfurnarBjöllur og sokkar

Hér eru myndir af verkefnum 4-5-6-7-8. ÉG get nú ekki alveg kallað fyrirburahúfurnar sér verkefni þannig að eiginlega er ég bara búin með 4-5-6, held að það sé réttara. Maður er svo fljótur með húfurnar. Þær verða reyndar mun fleiri, þetta er bara byrjunin.

Annars vona ég að þið hafið það gott og njótið vetrarins!

KV

BH


Það snjóar og snjóar.

Ég er komin með nóg af þessum snjó. Ég væri sko alveg til í að vera á sólarströnd núna.

Ég er búin með verkefni 4-5-6-7 en á eftir að taka mynd af þeim öllum. Verkefni 6 og 7 eru reyndar fyrirburahúfur. Þær taka nú ekki langan tíma að gera. Þannig er mál með vexti að ég er með í góðgerðarverkefni Garnaflækju (íslenskur prjónasaumaklúbbur á netinu) og við ætlum að gera fyrirburahúfur og gefa á vökudeild. það verður spennandi að sjá hvað margar húfur verða í allt.

En ég ætla að myndast við að taka myndir af þessu öllu um helgina.

KV.

BH


Verkefni nr 3 búið.

sokkarÞetta er semsagt verkefni nr 3 sem ég klára á þessu ári. ÉG ákvað að gera sokka við vettlingana.

 

 

 

 

sokkar og vetlingar

 Hér eru vettlingarnir þæfðir og sokkarnir (ég þæfði þá ekki)

 

 

 

 

Er búin að lyggja í flensu og streptokokkum í hálsi. Hef ekkert getað prjónað. Ætla að bæta eitthvað úr því.

Kveðja

Berglind


Prjónað milli jóla og nýárs.

Laugardaginn fyrir jól fattaði ég það að sonur minn átti bara eitt vesti til að fara í, í öll jólaboð og til að vera í á aðfangadag. ÉG ákvað því  að "skella í" eitt stk vesti. Ég vissi svosem að ég myndi nú ekki klára það fyrir jól, en þá allavegana áramótin. Þannig að ég byrjaði á þorláksmessu fyrir vinnu (var að vinna frá 16-20). Svo kláraði ég vestið á laugardaginn (semsagt viku að gera það). Afraksturinn varð eitt vesti sem er of stórt!! Þannig að ég verð að geyma það þangað til á næstu jólum.Vesti 

Þetta vesti er prjónað úr Hjertegarn Trunte og Sisu dökkbláu. Uppskriftin er úr Dale Baby blaði. Mjög gaman að prjóna þetta og það er mjög fljótlegt. Núna í ár (2008) ætla ég að telja verkefnin sem ég klára á árinu, og nær það frá jólum til jóla. Þannig að þetta er fyrsta verkefnið sem klárast.

 

 

 

 

Vettlingar handa Nökkva Dag.Þessir vettlingar eru svo verkefni númer 2!!

Ég á reyndar eftir að þæfa þá aðeins í vélinni. Þeir eru handa einum litlum vin, sem verður 2 ára núna í byrjun janúar. Þeir heita Bjöllur og eru úr Lopablaði númer 27. Prjónað úr afgangs léttlopa.

Læt þetta duga í bili.

Hafið það sem allra best á nýju ári. Gangið hægt um gleðinnar dyr og passið uppá hvort annað.

 

Kveðja

Berglind


GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR.

VIL ÓSKA ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI.

DSC00885

JÓLAKVEÐJA

BERGLIND


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband