Myndir

Hér koma myndir af Halsduk-num! Þetta er prjónað eftir sænskri uppskrift. Það eru 24 mismunandi munsturblokkir. Garnið heitir Kauni og er keypt í Danmörku. 100% ull. Það var mjög gaman að prjóna þetta. ÉG mun örugglega gera þennan trefil aftur, en þá mun ég hafa færri lykkur.

Halsdukhalsduk

Svo læt ég fylgja mynd af því sem ég er að gera núna. ÉG er semsagt byrjuð á "vesti" handa Alexander. Eiginlega er þetta nærbolur. ÉG er búin að gera einn í bleiku (ekki á Alexander) og hét því þá að gera þetta ALDREI aftur. ENNN........ lét tilleiðast og er að hugsa um að gera nokkra fleiri!!!

Svo þegar ég fór til Svíþjóðar um daginn, þá ákvað ég að athuga hvort ég kæmist með prjóna með í vélina. Það gekk vel og ég gerði semsagt þessa borðtusku í flugvélinni til og frá Svíþjóð.


Nenni ekki að taka myndir.

Góðan dag.

Ég er búin að vera frekar léleg að taka myndir uppá síðkastið. Ég er ekki búin að vera að prjóna neitt merkilegt. Er búin að gera 4 pör af sokkum og er að gera vesti í afmælisgjöf. Það er nú það helsta!

Annars vantar ekki hugmyndirnar! Mig vantar bara tímann til að geta prjónað! Hann kemur......

 Bara lítið í bili. Bið að heilsa

Kveðja

BerglindH


Sitt lítið af hverju!!

HALLÓ.

Ég fór á Prjónakaffi í Gömlu Borg í gær. Mikið rosalega var gaman! Þar var kynnig frá Nálinni á Laugarvegi og einnig kynning á Handavinnuskólanum í Skals. Ótrúlegt; ég bjó í 3 ár 10 km frá Skals og ég fór ALDREI þangað. Enda vissi ég nú ekki af þessum skóla, þá!!

Nálin skipti um eigendur fyrir ári síðan. Núna eiga mæðgur hana. Dóttirin er handavinnukennari að mennt og er með alveg rosalega margar hugmyndir. Allt mjög flottar. Þær eru að flytja inn garn frá Danmörku og eru með margar skemmtilegar prjónabækur til sölu þar. Næst þegar ég fer í bæinn mun ég nú aðeins þurfa að kíkja þangað!

ÉG er búin með KAL trefilinn. Þetta er trefill sem er prjónaður með 24 munstrum. Hugmyndin var þannig að frá 1-24 des, þá kom alltaf nýtt munstur á hverjum degi. Þannig að maður átti þá nýjan trefil á aðfangadag!!! Mjög sniðugt. Ég var aldrei leið á að gera hann, frekar spennandi að byrja á nýju verkefni alltaf.

En hér koma myndirnar af kláruðum verkefnum síðan síðast.

Verkefni 14 er vesti sem ég mun gefa í afmælisgjöf. Byrjaði á því á laugardags kvöld og kláraði á sunnudag.

vesti

Þetta er prjónað úr smartgarni. skriftin er í nýjasta Prjónablaðinu Ýr.

Verkefni 15 eru sokkar sem ég gerði stærð 22-23.

sokkar

Sokkarnir eru gerðir úr garni frá Hjertegarn. Munstrið sér um sig sjálft. Mjög þægilegt.

Þetta er það sem ég hef aðalega verið að gera núna undanfarið!

Kveðja

Berglind


Verkefni 12 og 13.

Jæja þá er ég loksins búin með vestið (nærbolinn) og svo einn kraga á Alexander. Myndir fylgja.

Så er jeg enlig færdig med opgaven Inderst inde fra bogen Sødt og blødt. Og jeg har også lavet en halsdisse til min son Alexander. Her kommer billeder af opgaverne.

Eins og sést þá er vestið prjónað úr Alpaka. Það er lamaull. Þvílíkt mjúkt og æðislegt að prjóna úr þessu. Þetta er allavegana ekki í síðasta skipti sem ég prjóna úr þessu garni.

Ligesom det ses så er inderst inde lavet af Drops Alpaka. Rigtig blødt garn og dejligt at strikke med det garn. Det vil ikke være sidste gang jeg bruger det.

vesti

Svo er það kraginn. Hann er gerður úr smart garni. Uppskriftina fann ég á netinu á www.sysleriet.blogspot.com mjög gaman að gera aðeins öðruvísi.

Så er det halsdissen. Den lavede jeg af Smart garn. Opskriften fandt jeg på nettet. Hos www.sysleriet.blogspot.com  det var sjovt at lave en anderledes halsdisse.

kragi

kragi1

Svo að lokum ætla ég að sýna ykkur vestið góða sem þæfðist.

Til sidst er det en billede af Vormorgunn Lett-Lopi vest som jeg strikkede og puttede i vaskemaskinen, lige for at få den lidt mindre. MEN den blev for feltet.

þæft vesti

Nóg í bili. Endilega kvitta fyrir komuna. Gaman að sjá hverjir fylgjast með hérna.

Enlig skriv i comment (athugasemd). Det er sjovt at se hvem det er der kommer forbi.

Kveðja- Hilsen

Berglind

 


Verkefni nr 11 - KLÚÐUR!!!

Verkefni 11 er búið- ónýtt- og fer í ruslið!

Var að gera vesti á mig. Mjög flott, var rosalega ánægð með það, en það var aðeins og vítt í bakið. Ég breytti nefnilega aðeins um garn. Gerði úr 2földum plötulopa í staðin fyrir létt-lopa. Þannig að ég setti það í þvottavélina, fyrst á ullarþvott- ekkert gerðist. Setti það þá aftur í þvottavélina á 30° og vindu. Þar voru mistökin, setti á 1000 snúninga í staðin fyrir 600. Og nú er það of þétt fyrir minn smekk og of stutt. Þannig að það er bara að taka upp prjónana aftur og gera nýtt vesti. Ætla nú samt aðeins að bíða með það. Jafna mig á þessum mistökum fyrst.

Mynd mun fylgja síðar.

KV

BH


Nýjar myndir af KAL inu.

Ég er búin að prjóna 10 munstur í treflinum. Það eiga að vera 24. Þannig að ég er ekki hálfnuð.

KAL

DSC01648

Þetta er afrakstur páskanna.

Kveðja

BH


Gleðilega Páska.

Vorum að koma úr fermingarveislu. Alltaf gaman að fá kökur og hitta skemmtilegt fólk.

Núna þessa dagana er ég að taka þátt í KAL (KnitALong) í Danska prjónaklúbbnum sem ég er í. Við erum 130 konur sem erum að prjóna 3 mismunandi stykki. ÉG er að prjóna trefil. Mjög skemmtilegt að deila hugmyndum og líka að sjá hvernig sama stykkið kemur mismunandi út eftir garni og litum. Ég byrjaði í gærkvöldi og hér er afraksturinn.

KAL

Hægt er að lesa um þetta KAL og sjá hvernig trefillinn lítur út fullkláraður hér:

http://webstrik.blogspot.com/

Að lokum vil ég óska ykkur Gleðilegra páska.

Kveðja

Berglind

 


Verkefni númer 10

Jæja þá er ég búin með Lopa vesti handa Áslaugu. Gekk bara mjög vel og hún er mjög ánægð.

Vesti

Vesti  <http://istex.is/default.asp?sid_id=31605&tId=1>

Vestið er í svörtu og 2 grænum litum. Kemur mjög flott út. Þetta er 3 vestið sem ég prjóna svona og öll eru þau innan sömu fjölskyldunnar.

Svo ætla ég að setja inn nýja mynd af töskunni. Hér er mjólkurfernan góða komin við hliðina á!¨

Taska

Að síðustu ætla ég að sýna ykkur fyrirburahúfurnar. Þær komast á áfangastað núna eftir páska. Það er verið að safna þeim öllum saman. Vonandi koma þær að góðum notum.

Húfurnar

Kveðja

Berglind

 


TO DO listinn.

Listinn er að lengjast.

ÉG þarf að gera eftirfarandi:

1) Lopa-vesti fyrir Áslaugu.  BÚIN

2) Vettlinga og sokka fyrir Krister Frank

3) Tösku(UR) handa mér. Langar að þæfa þær. búin með eina og ætla að láta það duga.

4) Sængurgjöf. Húfu og vettlinga

5) Vesti á soninn.

6) Sokka á pabba.

7) Vesti á mig -Byrjuð- ekki búin

8) Trefil og vettlinga á mig.

 

Nóg komið í bili. En þessi listi mun dúkka upp á blogginu svona endrum og eins.

kveðja

BH


Verkefni númer 8 og 9.

Jæja þá er andinn svo sannarlega kominn yfir frúnna. Er búin að gera eina tösku og sokka á mig. Núna er ég að gera vesti á Áslaugu. Það svona mjakast áfram. ÉG er komin með svo margar hugmyndir af öðru að það er erfitt að halda sér við eitthverkefni hverju sinni. Hér koma svo myndirnar.

Sokkar

Þessa sokka gerði ég úr garni sem heitir Regia Crazy Color 75% ULL og 25% Polymind. Mjög gott að prjóna úr þessu og gaman. Er ánægð hvað ég náði að láta rendurnar standast á.

Taska, fyrir þæfingu

Þetta er svo taska sem ég prjónaði. Svona lítur hún út fyrir þæfingu. FEKAR STÓR SVONA. ÉG prjónaði hana úr Álafoss Lopa, svartann og grænan á prjóna númer 8.

Eftir þæfingu. Taska

Svona er hún svo eftir þæfingu. Minnkaði svolítið mikið!

Nóg í bili.

Kveðja

Berglind


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband