13.8.2008 | 13:38
Að prjóna 2 hluti á einn hringprjón!!!!
Hér er auglýsing fyrir námskeiði sem ég er að standa fyrir á Selfossi.
www.prjonakona.com kynnir Prjónanámskeið í Tryggvaskála miðvikudagskvöldið 3. og 10.
september 2008. Um er að ræða námskeið sem kennt hefur verið í Hannyrðaversluninni Nálinni við
góðar viðtökur. Kennari er Elín Einarsdóttir.
Tveir hlutir prjónaðir á einn hringprjón
Kennt verður í 2 skipti, 2 tímar í senn með viku millibili, og er prufustykkið
sokkar sem prjónaðir eru frá tánni og upp.
Í fyrri tímanum verður farið yfir hinar ýmsu aðferðir til að byrja að prjóna
tvo hluti á einn langan hringprjón, meðal annars aðferð til að byrja að prjóna
sokka eða vettlinga og byrja frá tánni/fingrunum og enda á stroffinu. Með
þessari aðferð þarf ekki að sauma neitt saman, bara fela endana.
Í seinni tímanum verður farið yfir það hvernig snúa skal hælnum auk þess
sem farið verður yfir allar spurningar og vandamál, ef einhver, sem komið
hafa upp frá fyrri tímanum. Mjög þægilegt er að nota þessa aðferð til að
prjóna sokka og vettlinga, handstúkur og jafnvel ermar - en með því að
prjóna báða hluti í einu losnarðu við það sem kallað hefur verið "seinnisokka-
syndrómið", þ.e. að seinni sokkurinn er annað hvort ekki prjónaður
eða endar nokkuð ólíkur þeim fyrri. Báðir hlutirnir eru prjónaðir eins,
umferð fyrir umferð og tilfinningin er jafnvel sú að það gangi fljótar að
prjóna því báðir hlutirnir eru tilbúnir á sama tíma.
Notast er við 80 cm eða lengri hringprjón nr. 4, sem þátttakendur komasjálfir með, eða kaupa á staðnum. Garn í prufustykkið er innifalið.
Í boði eru tvö námskeið, það fyrra kl 18:00 til 20:00 3. og 10. september og það seinna kl 20:15 til
22:15 3. og 10. september. Eins og áður hefur komið fram eru þetta tvö kvöld með viku millibili.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst: prjonakona@gmail.com og kostar námskeiðið 5.500krKveðja,
Elín E.
Ef þið lesendur góðir langar til að læra þessa tækni, endilega skrá sig.
KVEÐJA
BERGLIND
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.8.2008 | 20:50
Afmælisgjafirnar úr Afmælisleik Garnaflækju
Sæl og blessuð!
Hér koma myndir af afmælisgjöfunum sem ég fékk frá meðlimum Garnaflækju-afmælisleiksins.
Síðan fékk ég þessar fínu uppskriftir frá henni Hörpu. Það gæti nú alveg verið að maður prjóni eins og eina peysu uppúr einhverju af þessum uppskriftum.
Þetta er það sem komið er. ÉG veit að það er einn á pósthúsinu og svo held ég að 1 - 2 eigi eftir að koma.
ÉG ÞAKKA KÆRLEGA FYRIR MIG STELPUR!!!
KVEÐJA
BERGLIND
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 11:08
080808
Er þetta aðal dagur ársins? Í sumum tilfellum er hann það. Margir munu nota daginn til að ganga í hjónaband, þó hann falli á föstudag! Setning ólympíuleikanna er 080808 kl. 8:08:08. Í kína er 8 lukkutala og er því þreföld lukka í dag!!!! Sumir eru bara að vinna og ekkert öðruvísi við þennan dag en annan. Og enn aðrir eiga afmæli!!!
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2008 | 22:12
BÚIN.........
Þetta er allt búið!!!!!
Svo var ég að byrja í dag á þessum skemmtilega kjól/túniku.
Nóg í bili.
Kveðja úr sveitinni
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.7.2008 | 14:04
Prjónagleði.
Nú er ég farin aftur að prjóna á fullu. Tók mér smá prjónafrí í ca viku. Það var ágætt. Núna er ég reyndar með 3 verkefni í gangi. Það er bara gaman.
Nu er jeg begindt at strikke igen. Jeg tog en uge fri fra strikning. Det var rigtig god afslappelse. Nu har jeg så 3 strikkeopgaver igang. Det er bare sjovt.
Hér kemur fyrsta verkefnið:
Her kommer så det første opgave:
Þetta er verkefnið FRJÁLS, peysa úr einbandi.
Det hedder FRI, en trøje lavet af Lopi einband.
Verkefni 2: opgave 2:
Þetta er verkefni Pilespids, svona toppur eða vesti. Pilespids er i bók sem ég pantaði á netinu og þar eru bara uppskriftir eftir danska hönnuðinn Lene Holme Samsoe. Mjög flott bók.
Det er pilespids, en top eller vest. Pilespids er i en bog (kæk og klassisk børnestrik) som jeg bestilte på netet. Der er kun strikkeopskrifter lavet af den danske designer Lene Holme Samsoe. Meget flot bog.
Verkefni 3 er síðan Jaywalker sokkarnir mínir. Opgave 3 er så Jaywalker strømper
Ég er semsagt búin með annan sokkinn og er byrjuð á hinum, en ekki komin langt.
Jeg er færdig med den ene strømpe og startet på den anden, men ikke nået så langt.
Þetta eru verkefnin sem ég er að dunda mér við núna. Vonandi get ég sýnt einvher önnur verkefn i næst.
Det er de opgaver som jeg laver lige for tiden. Forhåbentlig kan jeg vise nogle andre opgaver næste gang.
Nú vil ég svo í lokin, að biðja alla sem kíkja á síðuna að annaðhvort gefa athugsemd eða skrifa í gestabókina!!
Enlig skiv i comment eller i gæstebogen!!
Kveðja- hilsen
Berglind
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.7.2008 | 19:44
Clapotis tilbúinn.
Þá er ég búin með clapotis og farin að nota hann. Þvílik sæla. ÉG er ennþá að prjóna Jaywalker sokkana. Er búin með einn og er byrjuð á hinum. ÉG hef ekki verið dugleg uppá síðkastið, en nú fer maður að komast í frí.... þá verður maður bara á pallinum í "sólinni" og prjónar.
Hér fylgja nokkrar myndir.
Hér koma svo sokkar sem ég prjónaði fyrir svolitlu. ÉG hef bara alltaf gleymt þeim!!!
Takk fyrir í dag.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2008 | 19:43
Bara láta vita af mér!
Hér er trefillinn minn í sólinni í dag. Myndin aðeins óskýr. En ég er svona vel hálfnuð með hann. Mjög gaman að gera þetta verk.
Så langt så godt med min Clapotis. Jeg er færdig med mere end halvdelen af den. Jeg synes det er rigtig sjovt at strikke den.
Þar sem ég nenni ekki alltaf að vera að prjóna trefilinn byrjaði ég á JAYWALKER sokkum. Í mjög svo sumarlegum litum!
Jeg gider ikke altid strikke på Clapotis, så jeg startede på Jaywalker strømper. Jeg strikker dem i opal sommerfarver!!! Meget sjovt at se farverne..
Ég verð sumarleg og sæt í þeim!!!
Kveðja Hilsen
Berglind
Bloggar | Breytt 24.6.2008 kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2008 | 19:09
Verkefni nr ??
ÉG er búin að týna tölunni á verkefnunum. Þarf að kíkja aðeins á það. En eftir skjálftann hef ég verið aðeins dugleg að prjóna. Kláraði eitt sjal í vikunni og og er byrjuð á trefli-langsjali handa mér.
Uppskriftina fann ég á www.garnstudio.com Númerið á því er Drops nr 98-21. Það var mjög skemmtilegt að prjóna það og auðvelt. Þetta er fyrsta sjalið sem ég hef gert, en ekki það síðasta. Garnið sem ég notaði heitir Kauni EB minnir mig.
Núna er ég síðan byrjuð á treflasjali handa mér. Það er á www.knitty.com og heitir Clapotis.
Í uppáhaldslitnum mínum!!!
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2008 | 21:38
Jarðskjálfti og handavinna.
Eftir skjálftann á fimmtudaginn er ér eiginlega búin að vera hálf lömuð. Hef lítið prjónað og maður ráfar bara um. Sem betur fer þá skemmdist mjög lítið hjá mér og í vinnunni hjá mér duttu ca 50 umgjarðir niður á golf. Það var nú allt og sumt. En ég læt nokkrar myndir fylgja.
Efter jordskælvet i torsdags, har jeg ikke lavet så meget. Jeg har været lidt "rundt på gulvet". Ved ikke hvad jeg skal lave. Det var ikke meget odelagt her hjemme hos mig og ikke i butikken hvor jeg arbejder. Der var det ca 50 stel der faldt ned på gulvet. Her kommer nogle billeder af det hele.
Svo er það handavinnan.
Er búin með Inderst inde númer 2. Det er Inderst Inde nummer 2. Lavet i Drops Alpaca.
Svo er ég byrjuð á mínu fyrsta sjali! Vonandi verða þau fleiri! Det er et sjal som jeg lige er startet på, forhåbenligt bliver de flere.
Takk fyrir í dag.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2008 | 12:36
TO DO LISTINN
ÉG þarf að gera eftirfarandi:
1) Lopa-vesti fyrir Áslaugu. BÚIN
2) Vettlinga og sokka fyrir Krister Frank- BÚIN
3) Tösku(UR) handa mér. Langar að þæfa þær. búin með eina og ætla að láta það duga.
4) Sængurgjöf. Húfu og vettlinga
5) Vesti á soninn.
6) Sokka á pabba.
7) Vesti á mig -Byrjuð- BÚIN OG ÓNÝTT!
8) Trefil og vettlinga á mig.
ÉG ER NÚ SVOSEM BÚIN AÐ GERA MARGT ANNAÐ EN SEM ER Á LISTANUM.
ÉG ER BÚIN MEÐ 4 PÖR AF SOKKUM SEM ÉG HEF EKKI TEKIÐ MYND AF ENNÞÁ, EINN NÆRBOL Á SONINN, HEILAN HALSDUK, VESTI TIL AÐ SENDA ÚT OG ER NÆRRI ÞVÍ BÚIN MEÐ ANNAÐ FULLORÐINS SEM Á LÍKA AÐ FARA ERLENDIS OG EITTHVAÐ FLEIRA! EN ÉG ER MEÐ ALLT OF MARGAR HUGMYNDIR Í KOLLINUM AÐ ÉG HELD AÐ HANN FARI AÐ BRENNA YFIR BRÁÐLEGA. NÚNA LANGAR MIG TIL AÐ GERA SJAL! ER BYRJÐU AÐ LESA NOKKRAR UPPSKRIFTIR EN ÉG ER ALVEG VISS UM AÐ ÞETTA SÉ SVO ERFITT AÐ ÉG MUNI EKKI KLÓRA MIG FRAMÚR ÞVÍ! EN ÉG ÆTLA AÐ PRÓFA!
ANNA! Efað þú kíkir hingað inn aftur, endilega senda mér línu á berglindhaf@yahoo.com þá er ég með nokkrar uppskriftir handa þér!
Så er det lidt på dansk!!!!
Jeg har en to do liste, ting som jeg skal lave (en gang) men jeg har ikke lavet så meget nyt fra den liste siden sidste opdatering. På det sidste har jeg strikket 4 strømpepar, en inderst inde, en HALSDUK, et veste til en 5 årig pige som skal sendes til Danmark og næsten færdig med et andet veste som er til hendes mor. Jeg har alt for mange ideer i mit hoved nu for tiden, så jeg ved ikke hvad jeg skal starte med. Jeg vil gerne lave et sjal men jeg tror det er for svært. Men jeg vil beginde på et og prøve.
SÅ HVIS DET ER NOGEN DER MANGLER ISLENSK LOPI GARN- SÅ VIL JEG GERNE "SWAP" MED NOGEN DER HAR ELLER KAN SKAFFE DROPS ALPAKA!!! BARE SEND MAIL PÅ berglindhaf@yahoo.com
ÞÁ ER PISTILL DAGSINS BÚINN
HAFIÐ ÞAÐ GOTT.
KVEÐJA
BERGLIND
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)