20.1.2013 | 00:01
Angry birds
Jað er eitthvað Angry birds æði hjá ungu kynslóðinni og var ég beðin um að gera eina svoleiðis húfu fyrir einn afmælisstrák. Ég fann uppskrift frá Bjarkarhól en finnst hún svolítið skrítin. En ég gat stuðst við hana. Èg hekla með 2 þráðum, 1 sisu og einn eins og uppskriftin segir til um. Finnst það koma vel út. Þegar ég kláraði húfuna fór ég að leita af figurunum sem eru í spilinu og fann uppskriftir af þeim á ravelry. Ætla að prufa að gera nokkur dýr en var að byrja á rauða fuglinum í kvöld. Það kemur mynd af honum síðar, en hér er húfan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2012 | 20:54
Nú árið fer senn að líða í aldanna skaut.
Góðan dag kæru vinir, ef einhverjir eru ennþá að fylgjast með!
ÉG hef nú verið duglegri að prjóna en vera hér á bloggsíðunni. ÉG ætla að sýna ykkur myndir af því sem ég hef verið að gera í vetur.
Þessa sokka gerði ég fyrir skólakrakkana mína. Það fóru nú nokkrir svona í jólapakkana í ár.
Svo var gerð "unglingahúfa" á unglinginn á heimilinu. Gerði hana úr smart garni og setti endurskinsþráð í og bjó til nokkrar rendur.
Filippía fékk líka nýja húfu. Ugluhúfu, gerði 2 svona og gaf eina í jólagjöf.
Þetta er smá sýnishorn af jólagjöfum sem fóru í pakka til krakka erlendis! Það er nú alltaf hægt að nota íslenska ull í útlöndum.
Svo varð ég nú að vera eins og 50% prjónara og gerði 4 jólakúlur sem ég setti á 4 pakka.
Kæru vinir.
Nú ætla ég að biðja ykkur um að kvitta ef þið lesið þetta. ÉG er nefnilega á báðum áttum hvort ég eigi að halda þessu bloggi áfram eftir áramótin. Svo nú er tíminn.......
ÉG er þegar farin að hugsa ný prjónaverkefni fyrir árið 2013 og listinn er langur. Er þegar komin með 3 jólagjafahugmyndir sem ég ætla að vinna í á árinu.
GLEÐILEGT NÝTT PRJÓNAÁR.
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.7.2012 | 10:46
Aðeins búin að vera að prjóna.
Góðan dag. Núna undanfarið hef ég klárað peysu á mig, eina jólagjöf og sokka fyrir krakkana. Ég hef nú ekki tölu á þeim sokkum sem ég hef gert en þessir slá alltaf í gegn. Þeir eru þunnir en alveg ofboðslega hlýir! Núna ætla ég að gera nokkra og eiga. Hér koma myndirnar af því sem ég hef klárað.
Þess má geta að ég er nú búin með peysuna en átti ekki mynd.Sv
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2012 | 10:11
LYKKJUMERKI!
Núna er ég búin að gera nokkur ný lykkjumerki. Það eru 4stk í pokanum og pokinn er á 500kr.
Setjið skilaboð hér á síðuna eða sendið mér mail á berglindhaf@yahoo.com.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 19:48
Er ekki með neitt á prjónunum!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2012 | 10:52
Enn og aftur sunnudagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2012 | 09:05
Sunnudagsmorgunn.
Góðan dag.Ennþá tosast leyniverkefnið áfram. Ég var með það markmið að klára verkefnið í vikunni, en þar sem ég held að það er smá vitleysa í munstrinu þá þurfti ég að leggja verkefnið til hliðar og spurja hönnuðinn. Hann á eftir að svara mér. Bútateppið kláraði ég. Það eru 90 bútar í því. Èg á reyndar eftir að hekla kantinn og ganga frá endum. Þeir eru nokkrir. Ég á 20 búta eftir og ætla ég að búa til lítið dúkkuteppi úr þeim. Er þegar byrjuð á því. Þetta verkefni nota ég þegar ég get ekki verið að telja út munstur og gera eitthvað krefjandi. Það er sérstaklega þegar ég er að gera allt, vera í tölvunni, elda matinn og sinna krökkunum.Annars hef ég nú bara prjónað nokkrar umferðir í Heimsljósinu, það er líka svona verkefni þar sem ég þarf ekkert að hugsa og geri þegar ég get.Læt þetta duga í bili, takk fyrir kvittin, megið endilega kvitta, það er svo gaman.Kv. Ber
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2012 | 10:07
Sunnudagsmorgunn og leyniverkefnið.
Góðan dag.Núna er enn og aftur sunnudagsmorgunn, mér finnst vikurnar líða alveg ótrúlega hratt. Alltaf mánudagur og föstudagur. Það sem ég hef náð að prjóna í vikunni er aðalega í leyniverkefninu. Èg kláraði ermarnar og er komin með hálfan búk. Þetta er ein skemmtilegasta lopapeysa sem ég hef gert, afþví það eru svo margir skemmtilegir "fídusar" í henni. Èg tek ekki myndir af þeim, ég sýni þá þegar ég má! En leyniverkefnið er ekki það eina sem ég er með á prjónunum. Èg er líka að gera Heimsljós, breyti bara aðeins uppskriftinni. Ég prjóna hana "að ofan og niður" og hef ekkert munstur. Ég prjóna hana úr léttlopa og einum þræði af mohair sem ég keypti um daginn í Milano. Svo er ég líka að hekla dúllur saman og gera teppi. Þannig er að dúllurnar (120stk) gerði ég þegar ég bjó í Reykjavík og var í menntaskóla. Þá kunni ég að gera dúllur en ekki setja þær saman í teppi. Það er nú með þetta eins og svo margt annað, hugurinn ber mann hálfa leið og svo... Er maður stundum stopp. En dúllurnar eru semsagt búnar að liggja í dvala í allmörg ár. En ég fann þær aftur í mars og fór þá að hekla þær saman. Núna er ég komin með 70 dúllur. Filippía fær þetta teppi þegar það er tilbúið. Læt þetta duga þennan morguninn. Endilega kvittið eða sendið mér smá línu í tölvupósti ef þið lesið þetta. Ég er alveg til í að vita hvort það er einhver sem er að fylgjast með hér. Kv. BH.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.4.2012 | 10:29
Sunnudagsmorgunn, leyniverkefni og prinsessan á heimilinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2012 | 11:16
Prinsessan orðin 1árs.
Þá er prinsessan á heimilinu orðin 1árs. Eitthvað hefur verið prjónað á hana á árinu. Hér kemur smásynishorn.
Peysaner gerð úr kambgarni. ÉG studdist við uppskriftina húsdyrin sem er i kambgarnsbók, en gerði annað munstur.
Svo hef ég gert nokkrar svona húfur á Filippíu. En þessar eru til sölu þær eru gerðar úr kambgarni og passa a 1-1 1/5 árs. Þær stækka með barninu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)