Enn og aftur sunnudagur.

Góðan dag. Hér skín sólin skært en það er ekta gluggaveður. Prjónavikan var viðburðarík. Ég er búin að vera að hugsa hvort ég eigi að gera kant á bútateppið og þá hvernig kant. Yfirleitt geri ég takkakant á teppin sem ég geri en ég er eitthvað í vafa með þetta. Svo er ég búin að klippa upp leyniverkefnið og er að gera kant, en núna er ég komin á það stig að ég get ekki sýnt fleiri myndir af peysunni. Núna er bara að bíða eftir bókinni. En ég er allavegana ekki alveg búin með hana. Heimsljósið tosaðist áfram í vikunni. Ég kláraði annan vænginn og var langt komin með hinn þegar ég. ............. Rakti hana upp!!! Þannig að núna ætla ég bara að prjóna mér einfalda lopapeysu úr léttlopa og mohair, núna auglýsi ég eftir uppskrift, einhverjar hugmyndir????? Ég verð að hafa eitthvað verkefni með leyniverkefninu þannig að ég ætla að gera peysu á snúlluna mína.Læt þetta duga í bili.Kv. Bh20120518_16511820120519_11215020120520_100643

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband