Hvernig er þetta með mann......

....... ég er nú ekki hætt að prjóna og hvað þá hætt með þessa síðu. Málið er að ég finn ekki snúruna fyrir myndavélina mína þannig að ég get ekki sett myndir inn á síðuna.

ÉG hef nú prjónað ýmislegt síðan um jól. ÉG er búin með nokkrar húfur, trefil og er núna að gera 2 kambgarnspeysur á 2 litlar skvísur. 

Það er búin að taka mynd af öllu sem tilbúið er ... en ég set myndir inn við fyrsta tækifæri.

Þið sem fylgist ennþá með þessu bloggi.... hvað eru þið að prjóna???

kv

Berglind


Ný prjónasíða.

ÉG verð nú að misnota aðstöðu mína og láta ykkur vita af einni frábærri prjónasíðu, www.prjonakistan.is þarna eru uppskriftir til sölu og einnig blog sem hún Tína sér um. Það er sérstaklega gaman að fylgjast með blogginu.

Kíkið endilega á þetta. 

Kveðja

Berglind


GLEÐILEGT NÝTT ÁR.

HÆ öllsömul.

ÉG verð nú að viðurkenna að ég hef ekki verið sú duglegasta að setja myndir hér inn eða skrifa. En ... ég hef ágætis afsökun fyrir því. Þar sem lítil snúlla er komin á heimilið og mamman hefur ekki haft eins mikinn tíma fyrir tölvuna þá fara hlutirnir svona. ÉG er nú alltaf með eitthvað á prjónunum en.. mis skemmtilegt þó og mis áhugavert. Það fóru nokkrar prjónaðar jólagjafir frá mér í pakkana þetta árið, ég vona að öllum hafi líkað það.

ÉG gerði meðal annars, 2 lopapeysur, 1 lopavesti, 1 bómullarpeysu, 1 stúkur, 1 hekluð sería, nokkur hekluð snjókorn og jólaskraut og 1 heklaðir vettlingar svo eitthvað sé nefnt.

húfa og vettlingar prjónakistan

Þetta er uppskrift úr Prjónakistunni. Mjög gaman að gera þetta. ÉG setti silfurþráð í hvítagarnið. Kom mjög vel út.

stúkur

Þetta prjónaði ég úr Höjland garni frá Isager. Stúkurnar eru hönnun frá Helgu Isager.

fés

Peysan Fés fór í jólapakkann til Danmerkur. Sæt "unglingapeysa".

Prjónakveðja

Berglind

 


Myndir

Vettlingar

Vesti

monkey

Góðan og blessaðan daginn!

Ef einhver er ennþá að fylgjast með þessu bloggi þá vil ég afsaka blogletina!!! ÉG er að safna í jólagjafir og get því ekk sýnt allt hér, allavegana ekki fyrir jól, en hér er svona hitt og þetta. Afmælisgjafir og svoleiðis. 

Það koma fleiri myndir inn bráðlega. 

kv

Berglind


Nýja myndir af hinu og þessu sem ég er búin að gera í orlofinu!

patrol

Þessa húfu gerði ég úr afgang frá peysu á eiginmanninn. (ég á eftir að taka mynd af henni, hún er alltaf í notkun). Þetta er álafosslopi.

kjoll

kjoll2

Fyrst gerði ég neðri kjólinn, hann er í Ýr blaði sem ég á. Svo fann ég svo fallegan lit af sisu að ég gerði annan kjól. Hann er sama uppskrift (lykkjufjöldi og lengd) en ég breytti honum eftir mínu höfði.

Finnst hann koma bara vel út.

smekkir

Þar sem ég á alveg gobíu af bómullargarni ákvað ég að gera nokkra smekki úr því. Maður getur víst alltaf notað þá eða gefið. 

 

N'og af þessu í bili.

kveðja

Berglind

 


PRINSESSA FÆDD ÞANN 20.4.2011

Já hún er komin í heiminn litla prinsessan mín. Þ+a get ég sýnt ykkur það sem ég hef veriðað prjóna á hana í vetur!

röndott peysa

Röndótt peysa prjónuð úr Drops Baby alpaca. stærð 3-6 mán.

kjóll

Þennan kjól gerði ég úr Tuve bómullargarni frá Europris. Uppskriftina fékk ég á norsku síðunni Pickles. Yndislegur kjóll.

Fiona

Þessi kjóll heitir Fiona. Gerði hann úr Rasmilla yndlingsgarn sem ég keypti í Garnbúð Gauju í Mjódd. Dökku línurnar gerði ég úr glamgarni(smá glimmer).

heimferðasett.

Þetta er svo heimferðasettið sem ég gerði fyrir snúlluna. Gert úr baby alpaca frá B.C. garn. Blómin eru gerð úr Drops Alpaca.

snúllan mín.

Hér er hún 5 daga gömul.

Njótið.

kv

Berglind


Myndir.

Jæja hér koma myndir af því sem ég hef verið að gera undanfarnar vikur.

teppi

Þetta er hettuteppið mitt sem var í bókinni Kúr og Lúr, sem Nálin gaf út. Núna gerði ég það úr Isager garni. Yndislegt garn.

teppin

Þetta eru svo teppin mín 2 sem eru í bókinni frá Nálinni. Bæði úr Isager garni. Inn og út um gluggann er úr Hojlandsgarn og alpaca 1. Dásamlega mjúkt!

fiskur

Fiskur1

Einkasonurinn vild fá svona fiskihúfu. Fann uppskriftina á Knitty.com Þessi er bara gerð úr afgöngum. 

sokkar

Þessir fara í jólapakkann hjá einhverjum. Gerðir úr sokkagarni. Finnst þeir alltaf jafn góðir.

Sylvi

Svo er þetta byrjunin á Sylvi peysu á mig. Hún er gerð í nokkrum stykkjum. Ég geri hana úr 2 földum plötulopa á prjóna  nr 7. Vonandi klára ég hana fyrir jól!

Þetta var það sem ég hef í dag. Eigið góða helgi.

KV

BH


Nokkur ný blog sem gaman er að fylgjast með.

Góðan dag.

ÉG hef verið að skoða aðeins á netinu hin og þessi blog. Hér læt ég fylgja nokkra linka:

http://frauputz.blogspot.com/

http://garnudsalg.dk/    Garnverslun í Danmörku

http://thinkingspace.dk/

Ég var reyndar að klára fiskihúfu fyrir einkasoninn! Hann var mjög kátur að fara í leikskólann í dag með fiskinn sinn. Uppskriftin er hér:  http://www.knitty.com/ISSUEwinter08/PATTfishy.php

Mynd fylgir í kvöld.

kv

Berglind


Yarn Along.

Góðan dag.

Núna er ég að taka þátt í Yarn Along hjá  www.prjonaperlur.midjan.is

Það er svona til að sýna hvað maður er að gera í prjónaskapnum og aðeins fyrir utan hann. 

yarnalong

 Þetta er svona það sem ég er að gera þessa dagana!!!

ÉG var að gera teppi "inn og út um gluggann" Heklað teppi sem er með í bókinni Kúr og Lúr sem Nálin gaf út. Það er tilbúið.

Þetta appelsínugula er afgangateppi eða afganga eitthvað. ÉG fór að taka til í garninu mínu fyrir svolitlu síðan og þá komst ég að því að ég á FULLT af bómullargarni. ÉG er svo búin að vera að hugsa hvað ég eigi að gera við þetta blessaða garn. Svo á föstudaginn þá ákvað ég að taka þessa liti hvítt, ljóslime, appelsínugulann og meira appelsínugulan og rauðan og gera svona ömmuferhyrning úr því. Svo getur verið að fleiri litir blandist inn í síðar.

Þetta brúna er hettuteppi sem er líka eftir mig í bókinni Kúr og Lúr. Ég er semsagt að gera það aftur. Teppið sjálft á að vera brúnt, hettan sægræn og kantur gulur. Verður voða flott þegar það er búið.

Þess á milli sem ég er ekki að vinna eða prjóna þá er ég að lesa bækurnar 3 um Berlinaraspirnar. Núna er ég á síðustu bókinni og hún heitir Á Grænum Grundum.

 

Læt þetta duga í bili.

Kv

Berglind


Prjónablog!

Var að finna nokkur áhugaverð prjónablog.

Set linkana hér

http://www.whattoknitwhen.com/ 

http://www.prjona.blog.is/blog/prjona/

http://www.magiskepinnar.blogspot.com/

http://www.dubedaare.blogspot.com/

http://handod.blogspot.com/

 

Eru einhver blog sem þið fylgist alltaf með!?!?!? Endilega commentið og setjið slóðina inn!

kv

Berglind


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband