13.5.2012 | 09:05
Sunnudagsmorgunn.
Góðan dag.Ennþá tosast leyniverkefnið áfram. Ég var með það markmið að klára verkefnið í vikunni, en þar sem ég held að það er smá vitleysa í munstrinu þá þurfti ég að leggja verkefnið til hliðar og spurja hönnuðinn. Hann á eftir að svara mér. Bútateppið kláraði ég. Það eru 90 bútar í því. Èg á reyndar eftir að hekla kantinn og ganga frá endum. Þeir eru nokkrir. Ég á 20 búta eftir og ætla ég að búa til lítið dúkkuteppi úr þeim. Er þegar byrjuð á því. Þetta verkefni nota ég þegar ég get ekki verið að telja út munstur og gera eitthvað krefjandi. Það er sérstaklega þegar ég er að gera allt, vera í tölvunni, elda matinn og sinna krökkunum.Annars hef ég nú bara prjónað nokkrar umferðir í Heimsljósinu, það er líka svona verkefni þar sem ég þarf ekkert að hugsa og geri þegar ég get.Læt þetta duga í bili, takk fyrir kvittin, megið endilega kvitta, það er svo gaman.Kv. Ber
Athugasemdir
Oh þú ert svo mikil súperwoman :D Ég er búin að vera með svo mikinn "athyglisbrest" í vetur í naminu en nú er ég líka byrjuð á fullu að prjónast, og meira að segja að hekla teppi :)
Kveðja Hanna
Hanna Björk Bjarndal (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 09:18
90 bútar - það er alveg slatti :-)
Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 10:47
Þetta er nú meiri myndarskapurinn hjá þér systir góð. Smá hugmynd er barnateppið ekki upplagt í nýja vagninn sem kemur von bráðar.
Kveðja. Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.