Færsluflokkur: Bloggar
26.4.2010 | 19:38
Lykkjumerki og Sokkar.
Þessi lykkjumerki eru til sölu.
Mynd 4 Ljósbláar perlur
Mynd 5 Bambus perlur, mög létt.
mynd 6 Rauðar bambusperlur.
mynd 7 appelsínugular perlur.
Þetta eru nýjustu lykkjumerkin mín. Pokinn kostar 500kr. Sendið mér mail á berglindhaf@yahoo.com ef þið hafið áhuga og skrifið Lykkjumerki í efni:0)
Svo var ég að klára sokka:-) Sýni ykkur mynd af þeim!
Þessir sokkar heita Kai-Mai og eru úr bókinni Sock innovation sem er eftir Cookie A. Glæsileg bók í alla staði. Er byrjuð á nýjum úr þeirri bók.
Garnið er frá Álafossbúðinni og er frá Hjertegarn.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2010 | 17:53
1 lítil húfa.
Hér kemur mynda af einni lítilli húfu sem varð samt svolítið stór.Ég nota Shibui sokkagarn úr Nálinni, uppskriftin er líka þaðan.
Kv
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2010 | 20:14
Loksins.
Loksins koma myndir frá mér. ÉG hef verið löt við að uppfæra myndirnar, en ekki að prjóna.
Fyrsta myndin er af sjalinu Citron sem fæst á Knitty.com. Garnið er einband heimalitað af mér!
Litaði það í mismunandi fjólubláum litum.
Núna er ég svo að gera peysu á mig sem er líka af vefnum Knitty.com og heitir hún Tappan Zee. Hún er prjónuð að ofan og niður. Ég prjóna hana líka úr einbandi.
ÉG fann á bókasafninu hérna 2 yndislegar bækur. Þær eru frá 1948 og hafa að geyma ýmsan fróðleik um prjónatæknina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2010 | 11:33
GLEÐILEGA PÁSKA.
ÉG VIL ÓSKA YKKUR ÖLLUM GLEÐILEGRA PÁSKA.
Ég ætla að nýta páskafríið í prjón.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 11:00
Nokkrar nýjar myndir.
ÉG hef ekki verið alveg nógu dugleg að setja inn myndir af því sem ég hef verið að gera. En ætla að bæta úr því núna.
Hér eru 2 myndir af vesti sem ég gerði uppúr mér. Það er mjög einfalt. Garnið er Shibui baby alpaca úr Nálinni. Algjörlega yndislegt garn. Ég vildi láta litina njóta sín og tel mig hafa náð því marki mínu í þessu vesti.
Þessi kragi er gerður á eina 2 mánaða snúllu. Hann er gerður úr Drops Alpaca.
Þennan kraga gerði ég úr garni frá Garn.is. Þetta er mohair, nylon og glimmergarn. Mjög gaman að prjóna úr því.
Læt þetta duga í bili. Vonandi verð ég duglegri að setja inn myndir jafnóðum og ég klára.
kv
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 22:09
Það sem á daga mína hefur drifið!
Ég gerði þetta sett fyrir frænku mína sem gaf þetta í 50 ára afmælisgjöf. Þetta sett er gert úr Drops Alpaca ull. Glæsilegt sett.
Þetta er KIRI sjal sem ég gerði úr EINBANDI sem ég litaði sjálf. Litaði það með bleiku og rauðu. Kom mjög vel út. Uppskriftina fékk ég fría á netinu.
Hér er svo Héla lopapeysa sem ég gerði fyrir eina konu hér í bæ. Hún valdi litina en ég prjónaði.
Þetta er það sem ég hef verið að gera undanfarið.
Kv.
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.2.2010 | 18:04
Lykkjumerkin á Facebook.
Ég er búin að búa til síðu með lykkjumerkjunum mínum á Facebook. Síðan heitir Lykkjumerki - Prjónamerki. Ef þið eruð á FB þá endilega gerist aðdáendur. Þar set ég inn öll lykkjumerkin mín. Ég mun líka setja þau inn hér fyrir þá sem eru ekki þar.
kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2010 | 20:12
Það sem ég hef verið að gera núna síðustu daga......
ÉG gerði eina æðislega peysu fyrir Nálina í síðustu viku. Þetta er Vintage baby cardigan úr Shibui sock garni. Handlitað garn og alveg sérlega mjúkt.
Þetta er smá sýnishorn. Sýni betri mynd af þessari geggjuðu afmælisgjöf þegar ég má!
KV
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2010 | 14:57
Garnvinda og hesputré!
Góðan dag.
Nú ætla ég að vita hvort einhver eigi garnvindu sem ekki er verið að nota eða veit um einhvern sem á slíkt í geymslunni.
Þá er ég til í að kaupa 1 stk garnvindu.
Endilega send mér e-mail á berglindhaf@yahoo.com og skrifa garnvinda í efni:o)
kv
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2010 | 23:34
Peysa frá bókinni Strikketoj frá Isager.
Góðan dag.Hér kemur ein peysa úr bókinni góðu, Strikketoj eftir Helgu Isager.
Þetta eru allir endarnir sem ég þurfti að ganga frá! Það tók mig einn spennandi handboltaleik að ganga frá öllum þessum endum.
Á meðan að HM var þá prjónaði ég og horfði á leikina og ég var aldrei að deyja úr stressi. Prjónaði bara aðeins hraðar ef spennan var í hámarki! Þetta er bara hin besta afstressunar aðferð! Mæli með henni.
En hér er peysan frágengin og tilbúin til afhendingar.
Þessi verður í Versluninni Nálin á Laugarvegi 8.
Minni á prjónakaffi sem er haldið í Gömlu Borg fyrsta þriðjudag i mánuði. Á morgun 2. feb, verður Vilborg ( www.lopinn.blogspot.com) með það sem hún hefur verið að hanna og prjóna. Gaman verður að sjá það hjá henni.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)