Færsluflokkur: Bloggar
6.2.2011 | 21:52
LYKKJUMERKI!
Þar sem öll lykkjumerkin mín seldust upp fyrir jólin ákvað ég um helgina að gera nokkur ný. Þau eru til sölu, pokinn kostar 500kr.
mynd 1 Bambusperlur og brúnar perlur SELD
mynd 2 Ljósblára stjörnur og rauður hringur
Mynd 3 Rauðar og glærar perlur
Mynd 4 appelsínugular og hvítar perlur
Mynd 5 Ljósbláar og lillabláar perlur SELD
Mynd 6 Ljósblágrænar stjörnur og blár hringur
Mynd 7 Bambusperla og brúnar perlur.
Ef þú vilt poka með lykkjumerkjum þá er best að senda mér e-mail á berglindhaf@yahoo.com og tilgreina mynd 1-7 hvaða mynd þér líst best á!
Læt þetta duga í bili.
Kv
BErglind
Bloggar | Breytt 7.2.2011 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2011 | 22:08
Andinn.......
Já núna held ég að andinn sé að koma yfir mig.
Ég er LOKSINS búin með 3ju fram og til baka peysuna sem ég er búin að vera að gera síðan í september. Hún kemur hér:
Svo gerði ég jólagjafir fyrir frænku mína.
Svo læt ég hér fylgja eina mynd af peysu sem ég kláraði í sumar (fyrsta fram og til baka peysan af þremur í röð).
Þá eru myndirnar búnar í bili.
Núna er ég að prjóna nokkur leyniverkefni sem verða ekki gerð opinber fyrr en í Apríl!!! Þannig að þið verðið bara að bíða þolinmóð þangað til þá!!
kv
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2010 | 11:06
GLEÐILEG JÓL
ÉG VIL ÓSKA YKKUR ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI.
PRJÓNAKVEÐJA
BERGLIND
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2010 | 11:32
LOKSINS
Góðan dagÞá er mín vöknuð af værum prjónablundi. Hann var frekar langur, en góður.Núna hef ég verið að prjóna jólagjafir og reyna að staulast áfram með peysuna góðu. Á eftir eina ermi og listann að framan. Þetta verk hefur tekið tímana tvenna!!!
Hér koma nokkrar myndir af því sem ég hef verið að gera en ekki sýnt.
Þetta er peysa úr nýjustu bók Helgu Isager. Hún er prjónuð FRAM og til BAKA, mjög skemmtilegt!
Hér eru Grifflur úr sömu bók. Gerðar úr isagergarni.
Hér eru helklaðir vettlingar. Úr 2földu einbandi. Mjög fljótlegir og skemmtilegtir.
Þetta er það sem ég gerði fyrir jólagjafatörnina. Læt þær myndir eftir jólin!
kv
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2010 | 09:57
Leti Leti Leti.
Góðan dag.
Ég ætla núna að setja inn nokkrar myndir, en ég get nú ekki státað af mikilli framtakssemi í prjónaskapnum mínum.
Núna þessa dagana er ég að gera 3ju "framogtilbaka" peysuna (fullorðins) og þess vegna gengur myndaskapurinn frekar hægt. Læt hér fylgja nokkrar myndir sem ég hef ekki birt.
Þetta er Little sister Dress prjónað úr einbandi og UNGI prjónað úr einföldum plötulopa. Þetta sett sendi ég til Danmerkur til lítillar frænku, Isold Rán.
Ætlaði að setja nokkur lykkjumerki inn, en...... netið er svo lengi að ég set þær bara inn síðar.
kv
Berglind
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2010 | 20:18
Fyrsti pakkinn af sumarmyndum!
Í byrjun sumars fór ég á námskeið hjá Helgu Isager, dönskum prjónahönnuði. Þetta er afrakstur námskeiðsins. Gerði eina húfu sem ég reiknaði út stærð og annað. Alveg ágætis húfa úr léttlopa og einbandi.
RIDDARI er peysa sem ég gerði á eiginmanninn. Hann er búinn að bíða í 1 ár eftir sinni. Þannig að ég ákvað að skella í eina slíka, því ég þurfti að kaupa lopa í peysu fyrir systur hans. Sem er hér að neðan. Sú peysa heitir VAR. Þetta eru fyrstu brúnu peysurnar sem ég geri og fyrsti brúni lopinn sem ég kaupi.
Þessar húfur gerði ég úr garni sem ég átti af lagernum. Þær ætla ég annað hvort að selja eða gefa. Eins er það með sokkaskóna. Þetta er gert úr garni af lagernum. En bláu og grænu skóna gerði ég úr garni sem ég litaði sjál. Þetta er lanett baby ull, var áður ljósgul og ljósgræn.
Hér er svo ponsjó eftir Lotte Kjær, danskur prjónahönnuður sem kom í Nálina fyrir ári síðan. Ég gerði þetta úr garni frá garn.is (mohair) og garnbudin.is (spírall minnir mig að það heiti).
Svo á ég myndir af gjöf sem ég gerði. Læt þær með næst því þá er ég búin að gefa gjöfina.
Þangað til næst. Sjáumst.
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.6.2010 | 11:15
Engar myndir.
Góðan dag.
Núna er ég komin í smá sumarfrí frá síðunni. Ég hef verið að prjóna það sem af er sumri en ég hef bara ekki tekið myndir af því.
ÉG ætla að safna afrakstri sumarsins saman og skrá í einni færslu þegar líður á sumar.
Hafið það sem allra best í sumar og vonandi náið þið að prjóna mikið í sumarfríinu!
SUMARKVEÐJA
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2010 | 11:09
Nýtt og gamalt.
Ég kláraði ermar í gærkvöldi. Þær eru úr lillabláum mohair, alveg geggjaður litur. Ég notaði glitþráð í allt slétta prjónið en bara mohair í stroffið.
Uppskriftin af þessum ermum er að finna á Knitty.com
http://knitty.com/ISSUEfall05/PATTlacey.html
Svo kemur hér lopapeysan mín. Í tilefni af nýju plötulopa litunum þá verð ég að setja hana inn hérna. Ég prjónaði hana í janúar og gleymdi alltaf að setja hana hér. Þar sem ég dái allt Turkis þá langði mig í einfalda lopapeysu með turkis. Þá var hann ekki til í plötulopa, né léttlopa. Þannig að ég notaði tvöfaldan mohair. Munstrið er prjónað úr tvöföldum kitten mohair. Það er jafn þykkt og tvöfaldur plötulopi! En mikið er ég ánægð með Ístex núna að koma með marga af mínum uppáhalds litum í sumar!
Hafið það sem allra best.
Kv
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2010 | 16:08
Að merkja myndir.
Góðan dag
Núna leita ég til ykkar kæru lesendur.
Kann einhver ykkar að merkja myndir????
Ef þú kannt það viltu þá senda mér leiðbeiningar á póstinn minn, berglindhaf@yahoo.com
KV
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2010 | 22:51
Eitt klár í kvöld.
Ég kláraði eina bómullarpeysu í kvöld. Núna er bara spurning hvort hún er nógu stór á eigandann!
http://www.petitepurls.com/Spring10/spring2010_ppinkorchard.html Hér er uppskriftin.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Breytt 5.5.2010 kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)