Vor og aftur Vor

Hún Helga var að minna mig á að nú væri  að koma vor og þá ætti maður að tala aðeins um það!! Gott og vel.

Það er að koma vor og hérna fyrir austan fjall er GRENJANDI RIGNING! Er það ekki dæmigert. Þetta er einmitt vorboðinn "ljúfi". Vona nú samt að sumarið verði gott. ÉG ætla nefnilega að gera svo margt í garðinum. Nenni sko ekki að vera við útistörf þegar það rignir svona á mann. En nóg af þessu bulli.

Hafið það sem allra best og gangið hægt um gleðinnar dyr.

kv.

BH


Ný færsla.

Jæja þá er kominn tími á nýja færslu. Páskarnir að líða og auðvitað var fríið allt of stutt. Vinna á morgun og gaman gaman!!

Ég viðurkenni það alveg að ég er nú ekki nógu dugleg í þessum skrifum. Eigum við ekki að kalla það "engar fréttir eru góðar fréttir"!!

En ég er mjög ánægð með Xfaktor úrslitin. Jógvan átti þetta alveg skilið. Nú bíður maður bara eftir plötunni!!

Hara systur stóðu sig alveg rosalega vel! Ég vona að þær geri nú eitthvað meira á þessari braut sem þær eru komnar á.

Læt þetta duga í bili. ÉG er semsagt ekki alveg hætt.

kv.

BH


Góðan dag.

Mikið er maður nú lélegur við þessi bloggskrif. ÉG reyni að gera mitt besta í þessu, en ég á greinilega svona viðburðalítið líf.

Við fórum í síðasta sundtímann með Alexander í gær. Hann uni ég vara vel, kannski af því að hann þurfti ekki að kafa. En í síðasta tíma þá var myndataka og hann fór einu sinni í kaf og drakk þá hálfa laugina og skilaði henni svo aftur uppá bakka. Þannig að hann fór ekki meira í kaf þann tímann. EN það náðist ein mynd og hana geymi ég eins og gull!!Grin

Ég vona að þið hafið það gott um helgina, gangið hægt um gleðinnar dyr. Farið varlega í umferðinni.

KV.

BH


Pølsehorn..........

ÉG þurfti að fara í bæinn á föstudaginn. Þá notaði ég tækifærið og fór í Hagkaup til að kaupa RØDE PØSLER frá Danmörkinni.  Svo á laugardaginn gerði ég PØLSEHORN. Maður verður nátturulega að rifja upp gamla takta frá  danmerkurtímabilinu! Mikið svakalega eru hornin góð!

Jæja best að fara að byrja á einum kraga. Nóg að gera í kragasölunni!!!

 

kv.

BH


XFAKTOR

Mikið svakalega er hann Jógvan (égvann) flottur! ÉG skil vel að Palli sé hrifinn af honum! Hara voru líka að standa sig vel. Ég vona að Inga eða Gylfi verði í neðstu sætunum! Gylfi er reyndar að vinna aðeins á en samt....

Hafið það sem allra best, þangað til næst. Farið hægt um gleðinnar dyr.

Kv.

BH 


Faktorinn

Jæja þá er X Faktor í kvöld. Skyldi það sama verða upp á teningnum í kvöld eins og síðast? Þar sem tveir  af þeim betri voru í neðstu sætunum. Það verður spennandi að sjá.

Ætla annars að kíkja í Babylon á morgun. Hef ekki farið þangað síðan ég veit ekki hvenær. Ég er alveg hætt að nenna að fara þangað.

ÉG ætla að fylgjast með í kvöld, verður bara spennandi.

kv.
BH 


ÉG SVER ÞAÐ!!!!!!!!!!!!!!!! ER EKKI ALLT Í LAGI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

AÐ SENDA ALAN HEIM!! TRÚI ÞESSU EKKI. ÉG SKIL ÞAÐ VEL AÐ ALLIR HAFI VERIÐ GRÁTANDI. ÞVÍLÍKUR LISTAMAÐUR SEM ER ÞARNA Á FERÐ.

ÉG TRÚI EKKI ÖÐRU EN AÐ HANN EINAR SÉ BÚINN AÐ GERA VIÐ HANN SAMNING UPPÁ 1-2 PLÖTUR EÐA SVO!!!!!!!!

KV.

bh


X-FAKTOR

MIKIÐ ROSALEGA ER JÓGVAN FLOTTUR!!!!!! EN ÉG ER NÚ SAMT FARIN AÐ VORKENNA HONUM, HANN PALLI ER ALLTAF AÐ REYNA SVO MIKIÐ VIÐ HANN. ÞETTA ER NÚ BARA FARIÐ AÐ VERÐA NEIÐARLEGT!

 EN ÉG VERÐ FYRST TIL AÐ KAUPA DISKINN HANS! ER GJÖRSAMLEGA FALLIN FYRIR HONUM!

SVO VAR ALAN, HARA OG GÍS LÍKA FLOTT.

HELD AÐ GYLFI EÐA INGA FARI HEIM Í KVÖLD.

NÓG Í BILI.

BH


Hvaða nafn er þetta!!?!??

Ég er búin að vera að hlægja og hlægja hérna fyrir framan tölvuna mína útaf fréttatíma stöðvar 2 frá 14. febrúar. Þar fara fréttamennirnir alveg á kostum þegar þeir (þau) reyna að halda andlitinu útaf nafninu á blessuðum Forseta Afríkulýðvedis. Nafnið er Berdymukhamedov.

Mæli með því að kíkja á þennan fréttatíma og það léttir sko heldur betur lundina svona rétt fyrir svefninn!!!

kv.

BH


Gamli Nói, Gamli Nói,

keyrir kassabíl..............

Er maður búinn að heyra þetta oft í dag?!????  Það mætti halda að börn nútildags kunni ekki annað. Eða Bjarnastaða beljurnar!

Mér finnst á næsta öskudag eigi að banna þessi tvö lög. Ég er alveg komin með nóg af þeim og örugglega fleiri!

Eigið góðan öskudag.

kv

BH


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband