Ótrúlega sem tíminn líður.

Mikið óskapleg líður tímanum.... ég get nú ekki sagt að ég sé besti bloggari í heimi... en ætli ég nýti ekki bara tímann í prjónaskap. Ég vona að ég verði nú eitthvað duglegri að sýna ykkur hvað ég hef prjónað.

En hér koma myndir:

VOR blátt

Þetta er sjalið VOR eftir Helene Magnússon. ÉG prjóaði það úr garni sem heitir Grýla. Það er garn sem Helene lætur spinna fyrir sig. Hún velur ullina sjálf í bandið og lætur spinna og lita fyrir sig.

Garnið er tvinnað. Mjög gott að prjóna úr því.

VOR rautt.

Hér er annað VOR sjal úr Grýlu líka. Æðislegt að hafa það um hálsinn.

garn frá milano

Í mars fór ég til Milano og fann frekar skemmtilega garnverslun þar. Ég keypti mohair (svart), þykkt mohair (turkis) og 2 liti í ECO ull (ljósgrár og dökkgrár). Ég mun sýna ykkur það sem úr þessu verður.

sokkar.

Eitt sokkapar rann af prjónunum í kringum páska. Ég hef nú gert ansi marga svona sokka. Nú er svo komið að pabbi gengur bara í svona sokkum, þannig að hann er orðinn áskrifandi hjá mér. Þessir eru gerðir úr SISU garni.

Teppi1

Nokkur teppi fóru í jólapakkann (2013). Þetta er gert úr tvöföldum plötulopa.

teppi2

Þetta er gert úr einföldum plötulopa.

teppi3

Þetta er svo gert úr léttlopa. Öll eru þau eftir sömu uppskriftinni en koma mjög skemmtilega út.

Ég á alveg örugglega eftir að gera fleiri svona teppi.

sokkar

Nokkrir sokkar fóru líka í jólapakkana (2013) Ég geri alltaf sokka ef mig vantar "heilalaust" verkefni. Svona verkefni þar sem ég þarf ekkert að hugsa. Finnst alveg ótrúlega gaman og gott að hafa svona par á prjónunum. 

tinatrefill

Þennan trefil heklaði ég í afmælisgjöf. Hann er gerður úr kunstgarni. Þetta er uppskrift eftir hana Tinu hjá Prjónasmiðju Tínu.

tinusokkar

Þessa sokka prjónaði ég á milli 26.-28. desember. Vantaði nefnilega afmælisgjöf á milli jóla og nýárs. Þá skellir maður bara í eitt sokkapar. 

dúkahekl

Í janúar fórum við í sæluhús. Þar var heklaður dúkur. Ég ætlaði að hekla snjókorn í ferðinni en... úr varð 3 dúkar sem ég gerði eftir dúknum sem var í sæluhúsinu.

snjókorn

og 4 snjókorn voru gerð líka í ferðinni. Mig langar að gera fleiri snjókorn og þekja glugga í stofunni hjá mér. Vonandi næ ég því fyrir komandi jól.

ugla

2 uglur litu dagsins ljós einhverntimann í jan-feb. Þessi var handa litlu frænku minni. Þá varð nátturulega dóttirin að fá líka.

Hún er hér:

ugla2

 

 

 

 

 

 

 

 

Læt þetta duga í bili.

Er komin fram að páskum. Vonandi koma myndir bráðlega frá því eftir páska. Vonandi hafið þið gaman af.Látið mig nú endilega vita að þið hafið kíkt á síðuna. Skrifið nú smá skilaboð til mín. Það er alltaf skemmtilegt.

KV

Berglind


2014

Góðan dag og gleðilegt nýtt ár. 

Èg get nú ekki sagt að ég hafi skrifað oft á síðasta ári en það þýðir ekki að ég sé hætt að prjóna, því ég hef sjaldan prjónað eins mikið og á síðasta ári. Ætli það sé ekki frekar tímaleysi sem veldur. Ég ætla að reyna að vera dugleg að sýna ykkur það sem ég er að gera à árinu 2014.

 

 


Nýjasta æðið mitt.

Góðan dag. 

Ég er nú ekki búin að vera nógu dugleb að skrifa hér, en ætla að bæta úr því núna. Ég fór á námskeið hjá Prjónasmiðju Tínu um daginn í Tvöföldu prjóni og er varla búin að gera neitt annað núna undanfarið. Ég er búin með eina húfu og svo gerði ég pottalepp jg þæfði. 

Hér koma myndirnar:

PhotoGrid_1382125187653

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PhotoGrid_1382607000796

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er alveg ótrúlega gaman að gera svona.

kv.

berglindhaf 


Vettlingar, sokkar og bækur.

Góðan dag.

þessa dagana veð ég úr einu í annað. ÉG er að hekla og prjóna til skiptis.

Ég kláraði Sjúkrabílapeysuna fyrir eiginmanninn. Hann er alltaf með flíspeysu í vinnunni en er alltaf að gefa straum eða fá straum, þannig að hann bað mig um að gera eina lopapeysu til að hafa í vinnunni. Það var siðan einhver afgangur af garninu þannig að ég gerði sokka á hann lika.

Í Sumar fékk ég mér bókina Vettlingar fyrr og nú, eftir Kristínu Harðard. Alveg æðisleg bók. ÉG er búin að prjóna 4pör úr henni og er á 5.

Svo var ég að panta bækur frá Japan. Keypti mér 3 munsturbækur. þær eru bara æðislegar. Núna fer ég að nota þær í trefla og fleira!

 

20130810_18181920130820_21044020130820_21053620130820_210552 

 

Hègr er svo sjúkrabílapeysan, eða hluti af henni.

20130731_204649 


ICELANDIC HANDKNITS

Eg var að fá bókina Icelandic Handknits eftir Hèlène Magnusson senda. þar sem ég tók þátt í að prjóna fyrir hana þá finnst mér mjög vænt um að fá eintak. Hèlène er einnig með sýningu á Textilsafninu á Blönduósi, þar eru allar flíkurnar til sýnis. ÉG fór einmitt þangað í sumarfríinu. Mæli með bókinni og sýningunni! Hér koma nokkrar myndir!

20130809_13513020130809_19370620130809_193725

20130809_135240

 


STJÖRNUHEKL

Ég hef átt mér þann draum í mörg ár að læra stjörnuhekl, uppá gamla mátann!! Mamma á 2gömul teppi sem frænka mín gerði kringum 1950 og langaði mig alltaf að gera eins. En það var svolitið erfitt að hafa uppá þessu gamla hekli. Áramótaheitið mitt var einmitt að læra þetta á þessu ári. Svo fyrir tilviljun fóru hjólin allt í einu að snúast, eitt leiddi af öðru og ég lærði heklið í lok mai!!! Þvílikt stolt er ég búin að vera að æfa migí borðtuskugerð! Búin með 2borðtuskur og 1 eldhússtykki.

20130529_220327 

 20130609_102959

 

 

 

 

 

 


Prjónagleði.

Núna er ég búin að vera nokkuð dugleg að prjóna. ÉG er búin að setja rennilása í peysurnar sem eru að fara til útlanda. Gerði diskamottur sem ég ætla að gefa uppskriftina af, einhverntimann við tækifæri. Núna í morgun byrjað ég á vinnupeysu handa bóndanum.

Læt nokkrar myndir fylgja með.

Einnig er ég búin að pejóna úr garninu sem ég sýndi siðast.

kv. Berglind 

 

20130505_22542420130505_22553620130505_23031020130505_225349

 

 


Sitt litið af hverju.

Núna var ég að vinda upp Isager garn sem ég fékk í Nálinni, vá hvað ég sakna hennar!

Garnið fékk ég þegar ég var ólétt af dóttuf minni og hún verður 2 ára núna í apríl.

20130402_220309 

 Það kemur í ljós hvað þetta verður. En uppskriftin er eftir uppáhalds hönnuðinn minn, Annette Danielsen. Hún gerir svo frábær barnaföt.

Svo er hér mynd af fyrstu hönnuninni minni. Trefill sem ég er búin að skíra Susanna. Því hún á að fá hann

 

20130401_164418 

 

 

 

 

 


Langt síðan síðast......

ÉG verð nú að játa það að ég hef nú ekki verið dugleg að setja hér inn það sem ég hef verið að gera. En það þýðir ekki að ég hafi setið auðum höndum. ÈG hef prjónað 2 lopapeysur (sem ég á reyndar eftir að setja rennilása í), sjal, trefil og 1 1/2 teppi síðan síðasta færsla var skrifuð! Núna er staðan þannig að ég er með hausinn fullan af hugmyndum en tíminn til að prjóna er ekki svo mikill. ÈG er reyndar búin að hanna mitt fyrsta stykki alveg frá grunni. Það var nú ekki flókið stykki en einhversstaðar verður maður að byrja! ÉG er þegar byrjuð að vinna að næsta hönnunarstykki. En nóg af þessu. Núna eru páskar og ég var að skreyta smá grein hjá mér og ég á bara ekkert handgert páskaskraut! ÉG þarf að redda því fyrir næstu páska. En núna koma myndirnar!

20130211_22154820130227_202914

Þetta eru svo öll ósköpin að þessu sinni.Páskakveðja Berglind

20130318_17043420130323_101245 


Sjal og lopapeysa nr 1 af 4

Síðan ég skrifaði síðast hef ég klárað einn kjól sem ég get því miður ekki sýnt! En ég hef lika heklað eitt sjal. Fann uppskriftina á ravelry, frítt. einnig kláraði ég í gær eina lopapeysu á vinkonu mína. Hér koma nokkrar myndir.

20130125_19323120130206_233044 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband