2.1.2010 | 15:32
Síðasta prjónið á árinu 2009
Gleðilegt nýtt ár. Vonandi á árið 2010 eftir að vera okkur öllum gott.
Hér koma myndir af því sem ég var að klára í desember. Ég gerði aðventutrefil og gaf systur minni. Hann er hér:
Hann er gerður úr einbandi.
Síðan kláraði ég Lóu peysuna á gamlársdag.
Lóan er gerð úr einbandi, búkurinn er heimalitaður en rendur eru úr lilla og svörtu. Hlakka til að sjá þessa mátaða.
Svo á gamlársdag gerði ég veski handa mér. Það var komið gat aftaná þæfða veskið mitt, sem ég fékk mér í fyrra þannig að ég varð að gera nýtt. Hér er svo útkoman.
Þessi er gerð úr álafoss lopa, 1 1/2 dokka. Þetta veski gerði ég uppúr sjálfri mér. Það er perluprjón í botni og hliðum svo slétt í miðjunni. Blómið heklaði ég. ÉG fékk bók í jólagjöf sem er með hekluðum og prjónuðum blómum. Þetta er í þeirri bók. Ég er bara mjög ánægð með þessa tösku.
ÉG er komin með nokkur ný verkefni, hausinn er fullur af hugmyndum og nú skal unnið úr öllum hugmyndunum á árinu 2010. Hlakka til að takast á við það prjónaár!
Nýárskveðja
Berglind
Athugasemdir
Hej Berglind
Også rigtig godt nytår til dig :-)
Dit kalendertørklæde er rigtig flot, sikken fin farve.
Hilsen fra Jane i Danmark
Jane N (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 18:20
snillingur ertu !!
gleðilegt ár og takk fyrir skemmtilegar myndir og færslur á síðasta ári.
Sigrún Óskars, 2.1.2010 kl. 23:00
HEJ Jane.
Jeg kiggede på din side, jeg synes altså også den var lidt træls denne kalenderhalsduk. Det var alt for meget med kun HULMONSTER! Men den ser flot ud og det gor din også.
Sigrún: Takk sömuleiðis. Gaman að sjá hvað þú ert dugleg að gefa álit. Þakka fyrir innlit á árinu 2009
kv.
Berglind
Berglindhaf (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.