6.12.2009 | 16:30
Loksins myndir.
Þá er þetta markaðs stúss búið og þeir gengu nú bara vel. Það er ekki hefð fyrir mörkuðum hér á Selfossi, þannig að ég held að ég megi bara vera ánægð með þá traffík sem þó var.
En núna koma myndir af því sem ég hef verið að gera og ekki náð að sýna.
Þessi er úr Létt lopa, hvítum, svörtum og gráum. Kom mjög vel út.
Þetta er svo Baktus. Prjónað garðaprjón fram og tilbaka. ÉG átti 2 dokkur af merino ull og það passaði bara vel fyrir þennan trefil.
Hér kemur svo kjóll sem Helga Isager hannaði og er í nýjustu bókinni hennar Strikketoj. Bókin er með uppskriftir sem höfða til áratuganna frá 1900-1990 Þetta er 1920. Gerður úr alpaca og ull. Mjög gaman var að gera hann.
Læt þetta duga í bili.
Kveðja
Berglind
Athugasemdir
flottar prjónaflíkur hjá þér - kjóllinn er æði
Sigrún Óskars, 6.12.2009 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.