12.11.2009 | 19:02
Markaður í Tryggvaskála Selfossi.
Núna er þetta allt að skella á.
Markaðurinn í Tryggvaskála verður á morgun föstudag (13.) og laugardag (14.) frá 13-18 báða dagana.
Um 20 sölubásar eru báða dagana og koma 10 nýjir söluaðilar inn á laugardag. Þannig að það er ekki sama úrvalið báða dagana.
Ég hvet alla til að koma og kíkja á herlegheitin! Taka rúnt á Selfoss úr Reykjavíkinni (ekki nema 45 mín) Þetta verður mjög skemmtilegt! Kaffi verður á könnunni og vöfflur.
Læt hér fylgja myndir af því sem ég hef verið að gera núna upp á síðkastið.
Rauð handklæði (til að hengja á ofninn) með grænni jólatréstölu.
Kragar sem ég hef verið að gera.
Kiwi peysa sem ég gerði handa Alexander. Hún er núna til sýnis í Nálinni. Peysan er gerð úr garni frá Isager og er í bókinni Hönsefödder og gulerodder. Æðisleg bók!
Læt þetta duga í bili.
kveðja
Markaðsgellan.
Athugasemdir
Því miður verð ég ekki uppi á landi um helgina, en ef þetta verður næstu helgi verð ég stödd í Ölfusborgum með vinkonunum.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 14.11.2009 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.