Febrúarpeysa og fleira.

Góðan dag.

Núna er ég loksins búin að finna mér tölur á Febrúarpeysuna mína. ÉG heklaði utanum aðrar tölur sem ég keypti. Febrúarpeysan er gerð úr 2 földu einbandi. 2 bláir litir  (nr 1761 og 1762) Mér finnst þeir koma mjög vel út. Núna fer þessi peysa í Nálina og verður þar í svolítinn tíma.

FLS

Svo hér ein af tölunum.

tolur

Svo hef ég verið að leika mér að lita garn. Aðeins að prófa mig áfram. Hér er svo afraksturinn af fyrstu tilraun.

litun

húfur

Þetta eru svo húfurnar sem ég gerði úr garninu, nema aftasta húfan úr Kauni garninu.

 Læt þetta duga í bili en minni á GÓÐGERÐAPRJÓNIÐ FYRIR HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR!!

KV

BERGLIND


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

falleg peysa

Sigrún Óskars, 7.9.2009 kl. 08:33

2 identicon

Glæsilegt hjá þér allt saman, peysan, litaða garnið (og húfurnar úr því) og ekki síst hugmyndin um góðgerðarprjónið.

Harpa J (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 14:27

3 identicon

Hæ Berglind

 Mikið er þetta falleg peysa hjá þér og vel prjónuð.

Hvar fékkstu garnið í febrúarpeysuna, er þetta ullargarn?

Kv. Jóhanna Björk

Jóhanna B. Weisshappel (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:54

4 identicon

Sæl Jóhanna

Garnið er einband. Þetta eru nýjir litir

Berglindhaf (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband