Hjálparstarf kirkjunnar.

 

Ég var að lesa frétt á MBL.IS, þar sem 

Hjálparstarf kirkjunnar óskar eftir fatnaði á skólabörn.

Mig langar að verða að liði og ætla að prjóna nokkra vettlinga, húfur og sokka. Ég skora á aðra prjónara að gera slíkt hið sama. 

  

 

Hjálparstarf kirkjunnar óskar eftir vel meðförnum úlpum, kuldagöllum og öðrum vetrarfatnaði á börn s.s. góðum skóm og stígvélum, húfum og vettlingum. Einnig eru lítið notaðar skólatöskur vel þegnar.

Á hverjum degi leitar fjöldi foreldra til Hjálparstarfs kirkjunnar um aðstoð vegna skólabyrjunar barna sinna. Þeir eiga ekki fyrir ritföngum og bókum og föt og skólatöskur eru dýrar. Hjálparstarfið hefur í nokkur ár veitt styrki vegna þessa og styrkir einnig unglinga sem þurfa aðstoð til að ljúka framhaldsskóla. Hjálparstarfið hefur ákveðið að aðstoða fólk með fatnað og biður sem á vel meðfarnar barna- og unglingaföt, einkum úlpur og vetrarfatnað, að koma þeim til Hjálparstarfsins. 

"Í vetur reynir enn meira á allan skólastuðning og hefur Hjálparstarfið varið meiri fjármunum til þessa þáttar. Velferðarsjóður íslenskra barna hefur stutt verkefnið í áraraðir og enn betur nú. Framtíðarsjóður Hjálparstarfsins veitir unglingum styrki til að ljúka námi til starfsréttinda eða til þess áfanga sem veitir rétt til námslána. Þannig er reynt að rjúfa vítahring foreldra með litla menntun í láglaunastörfum og barna sem ekki ná að ljúka námi og lenda í sömu sporum. Vegna þess að hjá Hjálparstarfinu fá allir viðtal og ráðgjöf í hvert sinn sem þeir sækja aðstoð, kom þessi þörf í ljós og var henni mætt með stofnun Framtíðarsjóðsins," segir í frétt á vef kirkjunnar.

Tekið er á móti fatnaði alla daga milli kl. 9 og 16. Hjálparstarfið er til húsa í Grensáskirkju við Háaleitisbraut.

Tekið af vef mbl.is

Kveðja

Berglind Haf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott framtak hjá þér Berglind, ég tek þessari áskorun.

Svanlaug (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 19:46

2 Smámynd: Sigrún Óskars

takk fyrir þessa ábendingu

Sigrún Óskars, 6.9.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband