Húfur og fleira.

Núna hef ég verið að dunda við að gera húfur úr bókinni Hönsefödder og gulerodder eftir Annette Danielsen. Ofboðslega falleg bók með uppskriftum af peysum, húfum og fleiru á börn 2-8 ára. ÉG gerði 2 húfur úr bókinni.

aspas

Þetta er húfan Aspas prjónuð úr kambgarni.

kirsuber

Þetta er svo húfan Kirsuber, hana gerði ég úr Kauni garni. Mjög gaman að gera báðar húfurnar. Á örugglega eftir að gera fleiri.

Læt þetta duga í bili. ÉG minni á Sýningu í Nálinni á Menningarnótt. Þar er sýning á teppum sem eru með í nýrri teppauppskrifta bók. Þar á ég 2 uppskriftir.

Kveðja

Berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

fæst þessi bók, Hönsefödder og gulerodder í Nálinni? mjög flottar húfur. Á örugglega eftir að kíkja í Nálina á laugardaginn.

Sigrún Óskars, 20.8.2009 kl. 23:40

2 identicon

flottar! ég á einmitt þessa bók líka og það er svo margt skemmtilegt í henni, og svo á ég aðra eftir sama höfund, með uppskriftum fyrir fullorðna, hún er sko ekki síðri. annars var ég að fatta það um daginn að þú ert systir hennar Kristínar, sem ég þekki! svona er heimurinn lítill á Íslandi. hún Kristín hefur nefnilega í yfir 20 ár verið góð vinkona bestu vinkonu minnar, hennar Maríu, þær voru saman í Háskólanum.

kv.Fríða 

Fríða (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Skemmtilegar húfur!

Hvenær kemur teppabókin út?

Soffía Valdimarsdóttir, 21.8.2009 kl. 09:00

4 identicon

Sigrún Óskars: Já bókin fæst í Nálinni, Mæli hiklaust með henni!

Fríða: Jú ég er systir Kristínar og ég man vel eftir Maríu! Guð hvað heimurinn er lítill!

Soffía: Teppabókin kemur út í september en það hefst sýning á þeim í Nálinni á Laugardaginn.

Berglindhaf (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 10:41

5 identicon

Skemmtilegar húfur!

marit (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:26

6 identicon

Nei, hvað þetta eru flottar húfur!

Sigurlaug (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband