Góðan dag.

Góðan dag, það er nú ekki leiðinlegt að vera í sumarfríi í þessari blíðu! En þegar þessi blíða er þá nenni ég ekki að prjóna. ÉG ætla þessvegna að sýna ykkur restina af myndunum sem ég kom ekki inn síðast.

hringapúði

Hér er hringapúðinn. Hann prjónaði ég úr siklbloom fino (afgang úr prinsateppinu) og svo lillabláu merinoull (afgang af ponsjóinu sem Lotte Kjær hannaði). Uppskriftina fékk ég í bók sem mamma og pabbi gáfu mér og heitir 100 Luxury yarn One skein  wonders. Alveg yndisleg bók sem gefur manni hugmyndir ef maður á bara eina dokku og vantar eitthvað að gera við hana.

brúðarvöndurinn

Hér er svo brúðarvöndurinn sem ég bjó til. Hvítar rósir og fjólublár vír snúið um stilkana og rósirnar.

Kveðja
Berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

svo flott hjá þér :-)

Svanlaug (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 20:51

2 identicon

Rosalega flott :)

Guðbjörg (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband