12.7.2009 | 20:33
Þá koma nýjar myndir úr "prjónabanninu"
Það dugði nú lítið hjá mér að vera í prjónabanni. Ég setti sjálfa mig í bann í júní því ég þurfti að vera í annarri handavinnu. ÉG var að búa til borðskraut fyrir veisluna og þá var ágætt að engin prjónaverkefni lokkuðu!
Hér eru þó nokkrar myndir úr prjónabanninu því ekki gat ég alveg látið prjónana vera!
Little sister dress úr kauni! Maður getur ekki fengið leið á þessu verkefni.
Kragi úr 3 földum, 6 földum og 9 földum plötulopa.
Ég byrjaði á þessari (frjáls úr einbandi) í júní í "prjónabanninu" en kláraði hana á ferðalagi hringinn í júlí. Alltaf gaman að vinna með einbandið.
Þetta er Blaka úr einbandi. Hálsklútur eða skutla í hárið.
Sokkar eru mjög góð verkefni í bílinn. Ég gerði þessa á hringveginum! Þeir eru úr Sisu.
Læt þetta duga í bili. Á fleiri myndir til að sýna.
Kveðja
Berglind
Athugasemdir
Sammála þér með Little sister´s dress, maður verður aldrei leiður á að prjóna hann.
Ég ætti erfitt með að fara í prjónabann, held ég gæti það ekki.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 12.7.2009 kl. 21:55
Þetta er allt æði... sérstaklega little sisters dress.. þarf að prófa hann.... Bíð spennt eftir fleiri myndum
Helga (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 22:17
halló, halló Hafnarfjörður!!! ef þetta eru afköstin þegar þú getur "ekki alveg látið prjónana vera", þá held ég maður geti nú bara farið að pakka saman! kv.Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 23:56
hvernig er hægt að fara í prjónabann?
Sigrún Óskars, 19.7.2009 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.