Nýjar myndir.

Þá hef ég loksins nokkrar myndir að sýna ykkur. ÉG get nú ekki sagt að ég hafi verið dugleg núna uppá síðkastið...... enda um annað að hugsa núna þessa dagana. En ég ætla að sýna ykkur hitt og þetta núna....

kjoll1

Teikn kjóll á 3 ára.

kjoll

Teikn kjóll á 5 ára.

lopapeysa

Svo er þetta lopapeysa sem ég gerði á mig. ÉG er alveg ROSALEGA ánægð með hana. Peysan er svona samtýningur og sitthvað. Tvöfaldur plötulopi, perluprjón að framan (listar) og á ermum og einn listi á baki, munstur er svo úr Lopablaði nr 12. Mér fannst hún heppnast bara vel!

be mine

Þetta eru svo kaðlasokkar sem ég gerði úr sisu garni. Kaðlarnir mynda hjörtu.

Núna hef ég ekki meira að sýna í bili. Vonandi koma sem flestir á PRJÓNAÐ ÚTI DAGINN, SUNNUDAGINN 21. JÚNÍ Í TRYGGVAGARÐI KL 13:00.

KVEÐJA

BERGLIND


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislega flott hjá þér, ert svo mikill snilli

Hólmfríður (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:35

2 identicon

Flott að setja svona perluprjón á lopapeysuna, rosa flott !

Anna Ingad. (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 06:49

3 identicon

Flottir kjólarnir hjá þér. Var að gera Teikn um daginn og stækkaði um tvö munstur til að ná á 8 ára, kjóllinn endaði á 10 ára ;)

Gugga (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:09

4 identicon

jájá! ef þetta er þegar þú ert ekki dugleg, hvernig eru þá afköstin þegar þú ert í stuði!? flottir hlutir.

kv.Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 12:02

5 identicon

Mikið er þetta flott hjá þér og peysan er æðisleg.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband