19.5.2009 | 10:32
PRJÓNAÐ ÚTI DAGURINN 21. JÚNÍ 2009.
Langar að vekja athygli á PRJÓNAÐ ÚTI DEGINUM. Hann er 21. júní á íslandi. Læt hér fylgja brot úr maili sem ég fékk.
Var aðeins að bæta við færsluna::::::::
Kæru máttarstólpar íslenskrar prjónamenningar!
Nú fer senn að líða að helstu fagnaðarhátíð prjónara um heim allan, nefnilega Prjónum úti deginum. Dagurinn í fyrra var mjög eftirminnilegur og vakti verðskuldaða athygli fjölmiðla. Í ár erum við reynslunni ríkari og stefnt er að því að haldið verði upp á daginn um land allt.
Til stendur að halda upp á hinn alþjóðlega prjónum úti daginn þann 21.júní n.k. í Norræna húsinu. Norræna húsið hefur haft það að leiðarljósi að miðla norrænni menningu og prjónið er að sönnu stór hluti af okkar sameiginlega menningararfi.
Hægt verður að dreifa sér í kringum húsið, í brekkunum, með prjóna, nesti og tilheyrandi og ef veður verður okkur í mót má alltaf hverfa inn í hús.
Í ár langar okkur til að setja á koppinn einn allsherjar prjónamarkað þar sem prjónabúðum og framleiðendum býðst að bjóða garn til sölu á góðu verði. Einnig verða prjónarar með skiptimarkað á einstökum hnyklum eða prjónabúnaði á teppum sínum. Aðrar prjónatengdar uppákomur verða á staðnum en þær verða kynntar nánar þegar nær dregur.
Við treystum á að þið, máttarstólpar prjónaheimsins styðjið við daginn með bæði þáttöku sem og upplýsingamiðlun á póstlistum. Einnig væri gaman að þið væruð með tilboð í búðum ykkar vikuna fram að Prjónum úti deginum.
Þó hátíðarhöldin séu að þessu sinni í Norræna húsinu þá byrjar dagurinn með táknrænni prjónaskrúðgöngu frá laugavegi að Norræna húsinu og verður leiðin vörðuð með prjónahólkum sem prjónarar eru hvattir til að prjóna og skreyta bæði leiðina og sitt nánasta umhverfi.
Kæru Prjónarar,
Stillum saman strengi okkar og prjónum til góðs fyrir líknafélög í landinu. Leitað er til allra prjónara nær og fjær eftir aðstoð.
Á prjónum úti deginum verður hleypt af stokkunum prjónað til góðs söfnun. Hún snýst um að safna saman prjónuðum og hekluðum bútum sem seinna verða saumaðir saman í teppi. Teppin verða svo boðin upp og ágóðinn rennur til góðgerðafélaga. Til þess að sem flestir geti tekið þátt langar okkur að fá kaffihúsin með okkur í lið og koma þar upp prjónakörfum og prjónum ásamt grunnleiðbeiningum í prjóni. Þá geta kaffihúsagestir tekið í prjónana og prjónað nokkrar umferðir eða jafnvel heilan bút.
Þetta þýðir mikið af garni, körfum og prjónum og gaman væri ef allir prjónarar gætu séð af s.s. einni dokku úr binginum og kannski prjónum. Enn er verið að leita að styrktaraðilum til samstarfs en þetta er upphafið.
Á prjónum úti deginum munum við formlega hefja Prjónum til góðs verkefnið og þá væri gaman að geta safnað saman garni í bing.
Þið sem viljið hefjast handa nú þegar við góðverkin getið sent mér garn, bút eða prjóna upp í Norræna hús. Einnig væri gaman ef þið getið komið upp prjónakörfu sjálf á kaffihúsum í nágreni við ykkur-tekið mynd af körfunni og sent mér.
Ég hef fulla trú á að prjónarar taki þátt í þessu verkefni og gaman verður að fylgjast með þessu í vetur en uppskeran verður um jólin þegar einmitt er svo gott að gefa að sér.
Með von um góð viðbrögð, Ilmur.
Ilmur er á prjona.net, hægt er að senda henni mail á ilmur@prjona.net
Ég og aðrir sunnlendingar erum að hugsa um að gera þetta í okkar bæjarfélögum líka. Á Selfossi í Tryggvagarði (ef það rignir þá þurfum við að komast einhversstaðar inn) í Hveragerði ætla þau að vera í Lystigarðinum einnig verður prjónað úti í Vík. Gaman væri að vita ef einhverjir fleiri staðir hafa hug á að prjóna úti.
Endilega skrifa athugasemdir ef þið hafið einhverja skoðun á þessu.
kveðja
Berglind
Athugasemdir
Gaman! Míkid óska ég ad ég væri á Ìslandi á thessum tíma... Gangi ykkur vel, thetta er frábær hugmynd!
marit (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 18:07
Alveg er það dæmigert að ég skuli þurfa að vera í vinnunni þennan dag. En ég verð með ykkur í anda og hef prjónana með í vinnuna :)
Soffía Valdimarsdóttir, 19.5.2009 kl. 20:57
Verð komin í sumarfrí og vonast til að sitja í Lystigarðinum í Hveragerði og prjóna
En Soffía er ekki tilvalið að prjóna á Listasafninu svo er hægt að bregða sér inn ef lognið verður að flýta sér
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.5.2009 kl. 18:04
ER ENGINN HÉR Á SELFOSSI SEM HEFUR SKOÐUN Á ÞESSU. ER ENGINN SEM ÆTLAR AÐ KOMA Í TRYGGVAGARÐ'?
Berglindhaf (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 10:41
Auðvitað mæti ég, frábært framtak.
Svanlaug (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 20:27
Sæl Berglind.
Mikið er ég glöð að heyra þetta, ég hélt að hann væri 13. júní og þá er Anna mín að útskrfast með master í lögfræði, en mig langar mjög að gera eitthvað við Gömlu Borg.
Heyrumst eða sjáumst 2. júní. Kveðja Lísa
Lísa Thomsen (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 12:19
Jú Jú ég mæti, en prjónakvöld jú það fer alveg að koma að því.sjáumst
Guðbjörg (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 18:08
Ég mæti pottþétt ;)
Jensey (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 22:37
Sæl Berglind. Ég saknaði þín 2. júní en veit að þú hefur mikið að gera.
Mig langar að hafa svona prjónadag á Gömlu Borg. Hvað verður í boði meira en að prjóna? selt kaffi eða eitthvað gefið eða hvað? Hvernig tengir þú dokkur af kamgarni saman i prinsateppinu? Kveðja Lísa
Lísa Thomsen (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 12:23
Sælar - mig langar að láta vita að við ætlum að hittast í Lystigarðinum á Akureyri milli 16.00 og 18.00 á sunnudaginn en ef það verður rigining förum við inn á Punktinum Akureyri sem er í Rósenborg, Skólastíg 2. Við tókum okkur saman hjá Verslunin Hjá Beggu, Punkturinn, Quiltbúðin og Laufáshópurinn. Vonumst til að sjá sem flesta með prjónana sína..
Begga (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.