Ný lykkjumerki og ein húfa.

Góðan dag.

Lykkjumerkin sem ég sýndi ykkur síðast seldust upp á augabragði! Prjónafólk er núna að komast að því hvað það er gott að hafa þau og skemmtilegt, þegar maður kemur að þeim. Því þá er yfirleitt eitthvað að fara að gerast í prjóninu t.d. útaukning, ný umferð eða eitthvað slíkt. Hér er mynd af nýjustu lykkjumerkjunum mínum.

lykkjumerki

Lykkjumerki nr 1-4 kosta 500 kr pokinn, en 5 og 6 kosta 700 kr pokinn. Ef þið viljið kaupa þá endilega senda mér mail á berglindhaf@yahoo.com og skrifa lykkjumerki og númer þess sem þið viljið í efni.

LYKKJUMERKI NR 1 OG 3 ERU SELD

ÉG var líka að klára eina húfu á prinsinn minn. Ég gerði stroffhúfu úr Prjóni Prjón bókinni. Gerði hana röndótta. Það var mjög gaman að breyta aðeins til. ÉG gerði hana úr afgöngum af smart garni.

stroff húfa

Þetta er það sem ég hef núna. En ég get sagt ykkur að ég er að taka þátt í rosalega spennandi verkefni, sem þið fáið að heyra af með sumrinu eða haustinu!

Núna er ég með Spindevævs trefil á prjónunum. Það verður mynd næst.

Kveðja

Berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert nú alveg ótrúleg! ertu kannski ein af þeim sem aldrei þurfa að sofa eða borða og á börn sem hjálpa sér sjálf?

kv.Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:59

2 identicon

Það er svo gaman að skoða síðuna þína og var að lesa viðtalið við þig í Dagskránni ( var það ekki þar ?? :)  )

En segðu mér - áttu nokkuð þýsk -ísl prjónaþýðingar ... ?  Fann nefnilega ágætis uppskrift - en er ekki alveg að skilja hana. 

 Bestu kveðjur

Vilborg m. 

Vilborg M. (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:02

3 identicon

Komdu sæl,

Gaman að skoða síðuna þína.  Fór inn á hana eftir að hafa lesið viðtalið við þig í Dagskránni. 

Þú talar um að það séu tvö virk prjónakaffi á þessum slóðum, það þriðja er á Bókasafninu á Hellu annan mánudag í mánuði og búið að vera í tvö ár :)  Núna í apríl ætlum við að hittast næsta mánud., þ.6. vegna páskanna sem bera upp á annan mánudag í apríl.  Það væri gaman ef þú myndir vilja koma til okkar einhvern tíma og sýna okkur eitthvað af því sem þú hefur verið að gera.

Bestu kveðjur, Sigurlína

Sigurlína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:32

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Innlitskvitt

glæsilegt viðtal við þig og alltaf gaman að skoða síðuna þína.

Sigrún Óskars, 11.4.2009 kl. 01:01

5 identicon

Þetta finnst mér rosalega skemmtileg útgáfa af stroffhúfunni !

Gaman að sjá :-).

Halldóra (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband