2.3.2009 | 09:51
Prjónakaffi prjónakaffi
Það eru 2 mjög virk "prjónakaffi" hér um slóðir.
Það er prjónakaffi í Bókasafninu í Hveragerði í kvöld mánudagskvöld. Ég verð þar að sýna það sem ég hef verið að prjóna og segja frá mínum prjónaskap. Einnig mun höfundur bókarinnar Lærið að prjóna koma og kynna hana.
Svo er prjónakaffi í Gömlu Borg á morgun, þriðjudagskvöld. Þangað kemur Pálína Sigurbergsdóttir sem hefur prjónað alveg lifandi býsn og farið oft á Skaals skólann í Danmörku. Hún ætlar að sýna það sem hún hefur gert í gegnum árin. Einnig kemur höfundur bókarinnar "Lærið að prjóna" og ætlar hún að kynna hana og bjóða á góðum kjörum.
Mætum nú öll á prjónakaffi. Það er svo gaman að sjá hvað aðrir eru að gera og fá hugmyndir!
Kveðja
Berglind
Athugasemdir
Ég myndi alveg pottþétt mæta ef ég ætti heima þarna um slóðir.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 2.3.2009 kl. 12:36
Æ ég er í flensu og missti af þér í Bókasafninu í Hveragerði.
Næ þér næst.........
Soffía Valdimarsdóttir, 3.3.2009 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.