Baby surprice jacket er búinn.....

Góðan dag.

Ég er að verða búin með innri kantinn á prinsateppinu. EN varð að taka mér smá hlé. ÉG gat ekki hætt að hugsa um BSJ eftir Elizabeth Zimmermann. ÉG ákað á laugardagsmorgun að byrja á henni og var svo að klára á sunnudagskvöldi. Það var mjög gaman að gera hana. Þetta er svona týpísk afgangapeysa. Mjög gott að nota afgangana í hana. Læt hér 3 myndir fylgja.

bsj

bsj2

bsj3

Hér er hann svo! Skemmtilega surprice!

En ég er líka búin að gera aðra ungbarnapeysu á hann Jóhann Darra ( hann var skírður á laugardaginn). Hún er hér:

peysa á jóhann darra

Læt þetta duga í bili. Kem með eitthvað meira spennó í næstu viku (vonandi)!

Kveðja

Berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oooohhhh, krúttípúttí, sætar peysur.

kv.Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 07:41

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

OMG--Berglind!  Hvernig fer þegar þú verður amma?  Ég gæti aldrei "komist með tærnar þangað sem þú hefur hælana" - samt er ég  orðin margföld amma og ætti að  hafa fullar hendur af barnafataprjóni.  En ég kann nú samt alveg að prjóna.

Helga R. Einarsdóttir, 23.2.2009 kl. 19:49

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æ - ég gleymdi. Mig langar í uppskriftina að afgangapeysunni, getur þú reddað því? kv.

Helga R. Einarsdóttir, 23.2.2009 kl. 19:53

4 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ég rakst á þessa uppskrift á netinu einhverntímann, en hafði ekki vit á því að prenta hana út og dauð sé eftir því núna, manstu slóðina?

Ég er sko að tala um BSJ.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 25.2.2009 kl. 15:37

5 identicon

Rosalega sætar báðar tvær!

Harpa J (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 10:52

6 identicon

Sæl

Mikið rosalega finnst mér spennandi þessi BSJ peysa eða afgangapeysa eins og þú kallar hana getur þú útvegað mér uppskriftina. Annars rakst ég bara á síðuna þína fyrir tilviljun og finnst þú vera að gera ofsalega fallega hluti.

Kveðja Heiða B Sigurbjartsdóttir

Heiða Björg Sigurbjartsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband