25.1.2009 | 21:46
FLS Tilbúin.
Loksins er mitt framlag til FLS æðisins tilbúið. Það var þannig að á síðasta ári fór þessi peysa víða á netheimum. Hún heitir February Lady Sweater og er afbrygði að Elizabeth Zimmermann February baby sweater sem er MJÖG gömul uppskrift af peysu á 6-9 mán. börn. En eins og ég segi þá voru margar prjónakonur víða um heim að prjóna þessa peysu í fyrra. ÉG reyndar byrjaði á henni í sept eða okt, þá var hún aðeins leiðinleg við mig. Þannig að ég fór bara að prjóna jólagjafir. EN svo núna á milli jóla og nýárs tók ég hana aftur og var semsagt að klára hana í dag. Ég prjonaði hana úr tvöfaldri silki/ullarblöndu. Garnið er frá SKIVE Garn. Prjónuð á prjóna nr. 5. Það var mjög gaman að prjóna peysuna þegar maður var kominn af stað, en berustykkið að ofan var svolítið að stríða mér!!!!!
ÉG á reyndar eftir að setja tölur á hana en þær koma síðar.
ÉG vona að ég eigi eftir að nota hana mikið!
KV.
Berglind
Athugasemdir
Fín peysa!
Harpa J (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.