15.1.2009 | 22:17
Lykkjumerki til sölu.
Fyrir nokkru föndraði ég nokkur lykkjumerki. Nú ætla ég að reyna að selja þau. Þetta eru svona merki til að sýna hvar úrtaka er, hvar hringurinn byrjar og svoleiðis. Yfirleitt notaði ég teygju, bréfaklemmu eða bandspotta til að minna mig á þessa hluti. En núna nota ég alltaf lykkjumerki. Líka gaman að vera með smá punt á prjónunum hjá manni.
Ef einhver hefur áhuga þá endilega senda mér póst á berglindhaf@yahoo.com og skrifa lykkjumerki í efnisreytinn.
Þetta er annarsvegar perlur með grænu og hinsvegar perlur með stórri turkis perlu.
Þetta eru perlu með lilla sívalning. Mismunandi 1-2 og 3
Hér koma svo rauð hjörtu.
Endilega kíkið á þetta, sendið mér mail ef þið hafið áhuga.
Kveðja
Berglind
Athugasemdir
falleg hjá þér, merkin. ég get ómögulega keypt af þér, á svo mikið af þessu, en get heils hugar mælt með því að nota svona, er alltaf með nokkur í hverju stykki.
kv.Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:06
Ég rakst á síðuna þína í leit að uppskrift af djöflahúfu. Sá þessa fínu mynd af einni slíkri hér á síðunni (flottasta lagið á henni af því sem ég hef rekist á :O)) Ekki værirðu til í að deila þessari uppskrift?
Flott merkin..mér hefur aldrei dottið í hug að merkja nokkrun skapaðan hlut...sennilega þess vegna sem ég lendi alltaf í bölvuðum vandræðum. Hvenrig losar maður merkin svo að verki loknu (kannski heimskuleg spurning!?). Hvað kosta þau hjá þér?
Selma (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 16:34
Sæl Selma.
Uppskriftina af djöflahúfunni er að finna hér: http://gros.blogdrive.com/archive/188.html
Lykkjumerkin eru notuð þannig að þau eru með á hringprjóninum og svo færir þú það bara þegar þú kemur að því yfir á hinn prjóninn. Það festist ekki í hlutnum.
Pokinn kostar 500 kr.
kveðja
Berglind
Berglind , 19.1.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.