3.1.2009 | 20:03
Núna get ég loksins sýnt.......
... það sem var í jólagjöf.
Þennan kalender halsduk 2008 gerði ég frá 1. des til 20. des. Hann var handa mömmu.
Þetta er svo það sem fór í jólapakkana í ár. 2 lopakjólar, 2 vesti/skokkar, 2 pör af sokkum, 1 trefill og 1 kragi.
Á milli jóla og nýárs er ég búin að klára 1 gamla synd og er komin áleiðis með aðra.
Þetta er nærbolur/vesti sem heitir inderst inde. Er alveg æðislegur. Prinsinn á heimilinu notar hann sem nærbol þegar mjög kalt er í veðri. ÉG var búin að gera einn og hann búinn að nota hann í viku og þá slæddist hann óvart með í þvottavélina! og það er þessi LITLI þarna. En hinn er nýr sem ég er búin að vera með á prjonunum í dágóðan tíma! En var kláraður á milli jóla og nýárs.
Svo gerði ég líka eitt par af sokkum núna yfir hátíðirnar. Maður á ALDREI of mikið af þessum sokkum í gjafaskúffunni!
Læt þetta duga í bili.
Kveðja
Berglind
Athugasemdir
Mikið er þetta fallegt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.1.2009 kl. 20:54
Sikke flotte ting du har lavet, supersmuk! Især disse 2 lopakjólar er strikket med et meget smukt mønster!
Tineke (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 09:45
Glæsilegar afurðir.
Svo gefandi að gefa svona gjafir. Nærir alla viðkomandi.
Soffía Valdimarsdóttir, 4.1.2009 kl. 17:24
Þetta er bara flott... Takk kærlega fyrir okkur, erum alltaf á leiðinni að kíkja á ykkur. Eydís Arna er svakalega fín í kjólnum, var í honum á 2. í jólum alveg svakalega fín :o)
Kv. úr Furugrundinni
Helga (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 22:03
glæsilegar jólagjafir hjá þér. Fletti aðeins aftur í blogginu hjá þér og skoðaði myndir, bara flott. Held ég hafi ekki kíkt áður, er að flakka á netinu núna svona um allt og skoða. Sjáumst ábyggilega í næsta húsi einhverntímann á árinu:)
kveðja, Ósk
Ósk Unnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:13
Flottar gjafir. Mig langar að spyrja, er trefillinn prjónaður úr Kauni garni? Fæst það hérna á Íslandi og ef já, hvar?
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 7.1.2009 kl. 12:19
Sæl Matthilda.
Já hann er prjónaður úr Kauni. 100% ull. Garnið fæst í Nálinni á Laugarvegi.
kveðja
Berglind
Berglindhaf (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 18:29
Takk fyrir, reyni að kíkja þangað inn næst þegar ég á leið til Reykjavíkur
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 10.1.2009 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.