7.11.2008 | 18:39
Nýjar myndir og Gamla-Borg.
Góðan dag.
Á þriðjudagskvölið síðasta fór ég uppá Gömlu- Borg og sýndi það sem ég hef verið að gera uppá síðkastið. Einnig var ég að segja frá því þegar ég byjaði að prjóna og fram til dagsins í dag, þar sem ég prjóna og prjóna! Það var mjög gaman og mættu umþað bil 30 þetta kvöld. Gaman að svona margir mættu þrátt fyrir leiðinlegt veður! TAKK FYRIR KOMUNA ALLAR.
Annars hef ég nokkrar myndir til að sína ykkur núna. Það er annar kjóll úr lopablaðinu nr 28.
Svo eru það handstúkurnar úr Einbandsblaðinu sem kom í sumar. Þær heita UPP. ÉG prjónaði þær úr Alpaca frá Drops Garnstudio.
2 kragar sem ég gerði úr HP Iceland garni.
Svo að lokum er það RÓ úr nýjasta lopablaðinu. Gert úr 3-földum, 6- földum og 9- földum lopa!
Jæja þá er ég búin með allar myndirnar í dag. Vonandi eigið þið ánægjulega helgi framundan.
Munið að kvitta í gestabókina. Það er svo gaman að sjá hverjir það eru sem kíkja hingað inn.
kveðja
BERGLIND
Athugasemdir
það er laumast dugnaðurinn! ég er alveg orðin ástfangin af þessum stelpukjólum sem þú ert að prjóna. verð greinilega að koma mér í bæinn og útvega mér þessa bók!
kv.Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.