15.10.2008 | 20:45
Kjóll-skokkur-vesti.
Var að gera eina slíka flík. Getur verið kjóll, seinna skokkur og að lokum vesti!!
Hann er gerður úr Létt-Lopa og er í nýjasta Lopablaðinu nr. 28. Mjög skemmtilegt að gera hann og hann er frekar fljótlegur. Hann verður í versluninni Nálin á Laugarvegi.
Þetta er svo Pilespids úr bókinni Kæk og klassisk bornestrik. Prjónað úr bómullargarni sem ég fékk í Skrínunni á Selfossi. Þetta er BESTA bómullargarn sem ég hef nokkrusinni prjónað úr. Það er ekki sleipt, er svona mátulega stíft að prjóna úr því, alveg rosalega fallegt og þægilegt. Garnið heitir Love Garn Bomuld 8/4. Alveg rosalega gott.
Meira er það ekki að sinni. Vonandi hafið þið það gott. Knúsum hvort annað og brosum!!!
KV. Berglind Haf.
Athugasemdir
var einmitt að skoða þennan kjól í blaðinu um daginn, hann er rosa sætur. og einmitt sniðug svona flík sem barnið getur notað lengi.
kv.Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:14
Hvað heitir annars garnið?
Soffía Valdimarsdóttir, 16.10.2008 kl. 08:18
Ég fór inn í Nálina þegar ég var í bænum um daginn, rosalega er Miðja (kjóllinn) sem þú prjónaðir flottur.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 17.10.2008 kl. 17:38
Sæl.Var að skoða handavinnu þína,mikil vinna liggur þarna og falleg vinna.Kíki annað slagið.Kveðja J.S.K. bíldudalur
johanna kristinsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.