Pakki frá USA

Mikið var nú gaman að fá pakka frá USA! Foreldrar mínir voru að koma þaðan, og auðvitað fengu þau innkaupalista með sér. Kool AID handa mér! Svo ég gæti nú prófað að lita garn með því. En svo voru þau svo sæt að finna bók líka. Þau vissu að ég var að læra að búa til 2 hluti á einn  hringprjón. Þá fundu þau nátturulega eina slíka! Myndirnar tala sínu máli.

DSC02606

Það eru alveg frábærar uppskriftir í bókinni.

DSC02607

DSC02608

DSC02609

Kveðja Berglind

p.s. Kvitta endilega!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bókin lítur spennandi út, en þetta Kool-Aid dæmi er ekki alveg mín lína, verður samt gaman að sjá hvernig það gengur hjá þér.

kv.Fríða

Fríða Bragadóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 07:47

2 identicon

Þetta er spennandi bók kannski fæ ég að kíkja í hana næst þegar ég kem. Er búin að prjóna 2 pör af sokkum síðan á námskeiðinu. Sjáumst á borg.

Kv. Guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:11

3 identicon

Flott bók!

Það verður spennandi að sjá hvernig litunin kemur út.

Harpa J (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 11:52

4 Smámynd: Fanný

Æðisleg bók, sniðugt að geta gert báða sokkana í einu, það er oft svo erfitt að gera seinni hlutinn

Fanný , 6.10.2008 kl. 16:27

5 identicon

Bíð spennt eftir að sjá myndir af afurðum úr bókinni

Anna danska (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:02

6 identicon

Ótrúlega dugleg alltaf - hlakka til að sjá útkomuna af prjónaverkefninu ;o)

Áslaug mágkona (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 22:44

7 Smámynd: Berglind Inga

Æðislegt að detta inn á síðuna þína og skoða hvað þú ert með á prjónunum. Maður fer eiginlega bara hjá sér við að sjá hvað þú ert öflug í þessu. Ég hef mikið heyrt um "2 stykki prjónuð á 1 prjón" aðferðina og er mjög áhugasöm um hana. Hún gæti hentað haugum eins og mér frábærlega sem reyna að forðast að prjóna peysur vegna "second sock syndrome".   Ég verð fastagestur, það er alveg víst

Berglind Inga, 13.10.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband