Misheppnaða ponsjóið!

Ég kláraði ponsjoið á 2 dögum. En því miður hef ég lesið eitthvað vitlaust í uppskriftinni að það varð ekki alveg eins og það átti að vera. Það eru semsagt 2 lykkjur á milli þeirra sem "hlaupa" en á bara að vera ein. Ég er nú ekki alveg nógu ánægð með þetta hjá mér. En garnið sem ég notaði í þetta var alveg æðislegt. Það er dökkblátt Mohair frá Isaager og Lillað Mohair Glitter. Garnið er allt frá Nálinni. Hönnunin á Ponsjoinu er frá Lotte Kjær. Hún skrifaði bók sem heitir Slip maskerne los. Frábær bók, en þetta semsagt mistókst aðeins hjá mér. Er ekki bara hægt að segja að ég hafi sett minn persónulega blæ á stykkið!!!

 Lotte Kjær verður í Gömlu Borg með fyrirlestur núna þriðjudaginn  7.10.08. Allir endilega að mæta og sjá hönnun hennar. Það kostar 500 kr inn.

Heimasíða Lottu er www.lottekjaerdesign.dk 

En hér er þá myndin af því "tilbúnu".

tilb ponsjo

Læt þetta duga í bili. Hef verið frekar löt með pinnana undanfarið.

Kveðja, Berglind

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Sæl Berglind

Hvar er gamla Borg?

Soffía Valdimarsdóttir, 6.10.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband