Hin ýmsu verkefni.

Á meðan ég var að gera kjólinn þá kláraði ég hin ýmsu verkefni! Gerð 2 kraga (með magic loop aðferð), sokka líka með magic loop aðferð og trefil sem Japönsku bylgjumunstri. Núna er ég svo að gera mjög skemmtilegt ponsjo með því að láta lykkjur falla. Svolítið skemmtilegt að sjá hvernig það verður! EN hér koma svo myndirnar.

trefill

Þetta er Trefillinn sem ég gerði úr garni sem ég fékk í afmælisgjöf frá Sonju í Garnaflækuklúbbnum. Það var mjög gaman að prjóna úr þessu garni.

kragar

Þetta eru svo kragar sem ég gerði til að prófa aftur magic loop aðferðina sem ég var að læra. En þetta garn sem ég notaði er svo allt öðruvísi en það garn sem ég er vön að nota, að þeir eru ca helmingi minni en þeir eiga að vera!!  En ágætt að þetta var bara prufa!

ponsjo

Það verður gaman að sjá hvernig þetta mun líta út þegar það er búið.

kveðja

berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis dugnaður!

Trefillinn er mjög fallegur - en er þetta neðsta ponsjóið? Það verður spennandi að sjá það!

Harpa J (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: saumakarfan

Mikið er þetta flott hjá þér. Hlakka til að sjá næstu verkefni.

saumakarfan, 22.9.2008 kl. 08:49

3 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Flottur trefillinn. Hvað er magic loop?

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 22.9.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband