20.5.2008 | 21:20
Myndir
Hér koma myndir af Halsduk-num! Þetta er prjónað eftir sænskri uppskrift. Það eru 24 mismunandi munsturblokkir. Garnið heitir Kauni og er keypt í Danmörku. 100% ull. Það var mjög gaman að prjóna þetta. ÉG mun örugglega gera þennan trefil aftur, en þá mun ég hafa færri lykkur.
Svo læt ég fylgja mynd af því sem ég er að gera núna. ÉG er semsagt byrjuð á "vesti" handa Alexander. Eiginlega er þetta nærbolur. ÉG er búin að gera einn í bleiku (ekki á Alexander) og hét því þá að gera þetta ALDREI aftur. ENNN........ lét tilleiðast og er að hugsa um að gera nokkra fleiri!!!
Svo þegar ég fór til Svíþjóðar um daginn, þá ákvað ég að athuga hvort ég kæmist með prjóna með í vélina. Það gekk vel og ég gerði semsagt þessa borðtusku í flugvélinni til og frá Svíþjóð.
Athugasemdir
þessi er flottur (Y)
Anna Heiða Stefánsdóttir, 20.5.2008 kl. 22:31
Så flot og i sådan nogle smukke farver....
Tineke (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 05:35
Sæl Berglind
Ég rakst inn á síðuna þína fyrir nokkru og er fastagestur síðan (þó ég hafi ekki kvittað fyrr en nú!). Þú ert nú algjör prjónavél verð ég að segja og fallegir hlutirnir þínir. Mig langar svo að athuga hvort þú eigir uppskriftina af barnateppinu. Langar svo að prjóna svona, er hojgravid og þar sem ég bý í Danmörku þá er ég löngu komin í orlof og verð að hafa eitthvað fyrir stafni :)
Bestu kveðjur úr blíðunni
Anna (Dale C)
Anna Ingad. (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.