Sitt lítið af hverju!!

HALLÓ.

Ég fór á Prjónakaffi í Gömlu Borg í gær. Mikið rosalega var gaman! Þar var kynnig frá Nálinni á Laugarvegi og einnig kynning á Handavinnuskólanum í Skals. Ótrúlegt; ég bjó í 3 ár 10 km frá Skals og ég fór ALDREI þangað. Enda vissi ég nú ekki af þessum skóla, þá!!

Nálin skipti um eigendur fyrir ári síðan. Núna eiga mæðgur hana. Dóttirin er handavinnukennari að mennt og er með alveg rosalega margar hugmyndir. Allt mjög flottar. Þær eru að flytja inn garn frá Danmörku og eru með margar skemmtilegar prjónabækur til sölu þar. Næst þegar ég fer í bæinn mun ég nú aðeins þurfa að kíkja þangað!

ÉG er búin með KAL trefilinn. Þetta er trefill sem er prjónaður með 24 munstrum. Hugmyndin var þannig að frá 1-24 des, þá kom alltaf nýtt munstur á hverjum degi. Þannig að maður átti þá nýjan trefil á aðfangadag!!! Mjög sniðugt. Ég var aldrei leið á að gera hann, frekar spennandi að byrja á nýju verkefni alltaf.

En hér koma myndirnar af kláruðum verkefnum síðan síðast.

Verkefni 14 er vesti sem ég mun gefa í afmælisgjöf. Byrjaði á því á laugardags kvöld og kláraði á sunnudag.

vesti

Þetta er prjónað úr smartgarni. skriftin er í nýjasta Prjónablaðinu Ýr.

Verkefni 15 eru sokkar sem ég gerði stærð 22-23.

sokkar

Sokkarnir eru gerðir úr garni frá Hjertegarn. Munstrið sér um sig sjálft. Mjög þægilegt.

Þetta er það sem ég hef aðalega verið að gera núna undanfarið!

Kveðja

Berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Berglind!

Ég er að flækjast á netina, er að skoða handavinnu, aðalega prjón og bútasaum og rakst þá inn á síðuna þína og kolféll fyrir treflinum.  Hvar náðir þú í uppskrift af honum? Ég hef farið á prjónakaffi í Reykjavík og var það alveg meiriháttar en nú bý ég um stundarsakir í Danmörku. 

Bestu kveðjur Margrét 

Margrét (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband