Verkefni númer 10

Jæja þá er ég búin með Lopa vesti handa Áslaugu. Gekk bara mjög vel og hún er mjög ánægð.

Vesti

Vesti  <http://istex.is/default.asp?sid_id=31605&tId=1>

Vestið er í svörtu og 2 grænum litum. Kemur mjög flott út. Þetta er 3 vestið sem ég prjóna svona og öll eru þau innan sömu fjölskyldunnar.

Svo ætla ég að setja inn nýja mynd af töskunni. Hér er mjólkurfernan góða komin við hliðina á!¨

Taska

Að síðustu ætla ég að sýna ykkur fyrirburahúfurnar. Þær komast á áfangastað núna eftir páska. Það er verið að safna þeim öllum saman. Vonandi koma þær að góðum notum.

Húfurnar

Kveðja

Berglind

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ Berglind!

Flott vesti! Gaman að sjá muninn á töskunni, ekkert smá sem lopinn skreppur saman. Flottar húfurnar.

Garnaflækjukveðjur, 

SigrúnSveitó, 17.3.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband