12.3.2008 | 17:38
Verkefni númer 8 og 9.
Jæja þá er andinn svo sannarlega kominn yfir frúnna. Er búin að gera eina tösku og sokka á mig. Núna er ég að gera vesti á Áslaugu. Það svona mjakast áfram. ÉG er komin með svo margar hugmyndir af öðru að það er erfitt að halda sér við eitthverkefni hverju sinni. Hér koma svo myndirnar.
Þessa sokka gerði ég úr garni sem heitir Regia Crazy Color 75% ULL og 25% Polymind. Mjög gott að prjóna úr þessu og gaman. Er ánægð hvað ég náði að láta rendurnar standast á.
Þetta er svo taska sem ég prjónaði. Svona lítur hún út fyrir þæfingu. FEKAR STÓR SVONA. ÉG prjónaði hana úr Álafoss Lopa, svartann og grænan á prjóna númer 8.
Svona er hún svo eftir þæfingu. Minnkaði svolítið mikið!
Nóg í bili.
Kveðja
Berglind
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.