Það snjóar og snjóar.

Ég er komin með nóg af þessum snjó. Ég væri sko alveg til í að vera á sólarströnd núna.

Ég er búin með verkefni 4-5-6-7 en á eftir að taka mynd af þeim öllum. Verkefni 6 og 7 eru reyndar fyrirburahúfur. Þær taka nú ekki langan tíma að gera. Þannig er mál með vexti að ég er með í góðgerðarverkefni Garnaflækju (íslenskur prjónasaumaklúbbur á netinu) og við ætlum að gera fyrirburahúfur og gefa á vökudeild. það verður spennandi að sjá hvað margar húfur verða í allt.

En ég ætla að myndast við að taka myndir af þessu öllu um helgina.

KV.

BH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Úff - og ég sem hélt að þú gengir með tvíbura - kv.

Helga R. Einarsdóttir, 25.1.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: GK

Garnaflækja er frekar ógeðslegt nafn á prjónaklúbb...

GK, 26.1.2008 kl. 12:28

3 identicon

Góðar í þessum prjónaklúbb! passið þið bara að hafa þær ekki of litlar  segir kona með reynslu frá Vöku!!!

Kveðja, Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:44

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég er forvitin...hvar er hægt að lesa meira um þennan pjónaklúbb...?  Er takmarkaður aðgangur?  Eða má prjónasjúk sveitamær á Skaganum kynnast ykkur?

SigrúnSveitó, 29.1.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband