Prjónað milli jóla og nýárs.

Laugardaginn fyrir jól fattaði ég það að sonur minn átti bara eitt vesti til að fara í, í öll jólaboð og til að vera í á aðfangadag. ÉG ákvað því  að "skella í" eitt stk vesti. Ég vissi svosem að ég myndi nú ekki klára það fyrir jól, en þá allavegana áramótin. Þannig að ég byrjaði á þorláksmessu fyrir vinnu (var að vinna frá 16-20). Svo kláraði ég vestið á laugardaginn (semsagt viku að gera það). Afraksturinn varð eitt vesti sem er of stórt!! Þannig að ég verð að geyma það þangað til á næstu jólum.Vesti 

Þetta vesti er prjónað úr Hjertegarn Trunte og Sisu dökkbláu. Uppskriftin er úr Dale Baby blaði. Mjög gaman að prjóna þetta og það er mjög fljótlegt. Núna í ár (2008) ætla ég að telja verkefnin sem ég klára á árinu, og nær það frá jólum til jóla. Þannig að þetta er fyrsta verkefnið sem klárast.

 

 

 

 

Vettlingar handa Nökkva Dag.Þessir vettlingar eru svo verkefni númer 2!!

Ég á reyndar eftir að þæfa þá aðeins í vélinni. Þeir eru handa einum litlum vin, sem verður 2 ára núna í byrjun janúar. Þeir heita Bjöllur og eru úr Lopablaði númer 27. Prjónað úr afgangs léttlopa.

Læt þetta duga í bili.

Hafið það sem allra best á nýju ári. Gangið hægt um gleðinnar dyr og passið uppá hvort annað.

 

Kveðja

Berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Gleðilegt nýár Berglind.  kv.

Helga R. Einarsdóttir, 1.1.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband