Engin prjónaleti hér.

Núna er ég búin með báðar ermarnar á kjólin. Ætla að setja hann saman í kvöld. Það vantaði aðeins garn í hann, þannig að á meðan ég var að bíða eftir að komast og kaupa það, þá prjónaði ég einn sokk. Svo er ég að byrja á hinum sokknum núna í morgun. Allt hefst þetta. Ég ætla að setja inn myndir af þessu öllu saman í næstu viku.

Annars gengur lífið bara sinn vana gang. Vakna, borða, vinna og sofa. Er byrjuð á EXCEL námskeiði og fer á það einu sinni í viku. Mjög gaman. ÉG lærði nú á Excel hérna einu sinni (þegar ég var ung) en er búin að gleyma því öllu saman. Þetta er alveg kærkomin upprifjun.

Þangað til næst.

Hafið það gott og gangið hægt um gleðinnar dyr.

Kveðja

BH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég skal gera það - ef ég finn þær. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 19.10.2007 kl. 16:32

2 Smámynd: GK

Ég kann ekkert á excel. En það er prjónakaffi á Sunnlenska á þriðjudaginn. Skráning í síma 4823074.

GK, 20.10.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband