Jæja jæja.

Er ekki tími til kominn að segja frá því helsta sem á daga mína hefur drifið.

*Um verslunarmannahelgina var lítið gert. Hinn helmingurinn var á brunavakt og má hann því lítið fara frá Selfossinu góða á meðan á henni stendur. En við fórum nú samt á Heimsmeistaramót í Traktorstoffæru á Flúðum. Bara gaman, og litla einkasyninum fannst sko ekki leiðinlegt að sjá alla traktorana. Hann þagði ekki alla leiðina heim. Allt var brumm brumm.

*Rétt eftir verslunarmannahelgina átti eigandi þessa bloggs afmæli. Haldið var smá kvöldkaffi. Margir kítku við. Bara gaman að fá gesti og spjalla.

*Á afmælisdaginn sjálfan DÓ heimilisbíllinn. Blessuð sé minning Möstunnar, hún er sko búin að þjóna okkur vel. Hún var orðin 17 ára (komin með bílpróf) og búin að keyra okkur um 270000 kílómetra. Ég sakna hennar nú svolítið, en bíll kemur í bíls stað. Við fengum okkur nýjan bíl svo í vikunni. Nissan Patrol 95 árgerð. Þetta á að vera gæsabíll og hinn helmingurinn fær að vera á þessu tæki. ÉG er ekki mikið fyrir svona jeppa.

*ÉG skráði mig í prjónaklúbbinn Garnaflækjur um helgina. Þetta er svona saumaklúbbur á netinu. Bara gaman að sjá hvað aðrir jafn skrítnir og ég eru að gera. Þannig að það eiga eftir að koma nokkrar myndir af herlegheitunum, sem húsmóðirin er að dunda sér með á kvöldin.

Læt þettta duga í bili.

Kveðja

BH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Til hamingju með afmælið um daginn

Josiha, 21.8.2007 kl. 18:04

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Til hamingju með afmælið. Ég hef líka gaman af hekli og prjóni. Má maður bara ná sér í uppskriftir á síðunum sem þú vísar á ?  t.d. Drops design?

Helga R. Einarsdóttir, 22.8.2007 kl. 19:32

3 Smámynd: Berglind

Jóhanna: Já takk fyrir.

Helga: Já auðvitað. Þessvegna eru þær þarna. Ég er nú líka að drukkna í uppskriftum af hinu og þessu prjónuðu og hekluðu. Tinna er líka með fríjar uppskriftir.

Berglind , 22.8.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband